19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2008, Qupperneq 13

19. júní - 19.06.2008, Qupperneq 13
11 Óbeisluð fegurð á Ísafirði Texti: Steingerður Steinarsdóttir Myndir: Matthildur Helgadóttir Örnólfur Örnólfsson Hr. Nói 2007 Ásthildur Þórðardóttir Áran 2007 Oddur Elíasson Náttúra 2007 Soffia Ingimarsdóttir 2007 Nikkólína Þorvaldsdóttir Netalit 2007 Kristín Þórisdóttir Kjarkur 2007 Ólöf Hildur Gísladóttir Töltari 2007 María Þrastardóttir útlendingur 2007 hafði samband við Matthildi og fór hún í viðtal ásamt Ásthildi Þórðardóttur gegnum hljóðver RÚV á Ísafirði. Newstalk á Írlandi tók viðtal við þær líka og einnig var umfjöllun um keppnina í Edinborg í Skotlandi, á áströlsku stöðinnni ABC. Heimasíða keppninnar er www.obeislud.it.is og fleiri þúsund manns um allan heim hafa þegar heimsótt hana. Allt þetta varð að veruleika vegna þess að nokkrir einstaklingar spurðu sig þeirra spurninga hvernig mæla ætti fegurð og hvernig hægt væri að dæma fegurð? Sýnt hefur verið fram á að þær útlitskröfur sem gerðar eru í hefðbundnum fegurðarsamkeppnum eru beinlínis óhollar heilsu keppenda. Hver andlegu áhrifin eru skal ósagt látið. Kvenréttindakonur hafa líkt fegurðarsamkeppnum við gripasýningar og vísa þar til sýninga sem lengi voru viðhafðar á mörkuðum í bændasamfélögum víða um heim. Þar voru bestu gripir hvers bónda sýndir og lagðir í dóm annarra bænda á svæðinu. Menn gátu gengið að skepnunum, þreifað á þeim og þuklað um lendar og hupp, skoðað upp í þær og beinabyggingin var mæld. Þessi siður þótti sambærilegur við það að lengi tíðkaðist að birta opinberlega líkamsmál stúlkna sem tóku þátt í fegurðarsamkeppnum. Mittis-, mjaðma- og brjóstamál þeirra voru birt í blöðum og lesin upp af kynnum þegar þær gengur yfir sviðið. Niðurlægjandi kroppasýningar Kvenréttindakonum um allan heim þótti þetta niðurlægjandi, svo og það að stúlkurnar voru

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.