19. júní


19. júní - 19.06.2008, Page 28

19. júní - 19.06.2008, Page 28
26 Í upphafi er rétt að velta því fyrir sér hvers vegna lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skuli svo oft hafa verið sett hér á landi á svo stuttum tíma, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi er ekki þekkt fyrir að endurskoða eða breyta lögum sem þaðan koma. Svarið er ekki einhlítt. Þó er það ljóst að sá árangur í jafnréttismálum sem vonast var eftir í kjölfar setningar jafnréttislaga lét á sér standa í hvert skipti sem ný lög hafa verið sett. Svar löggjafans hefur þá verið það að reyna að skerpa lagarammann, að breyta lögunum, að leitast við að tryggja jafnréttið með lögum. Stundum virðast þó þær breytingar sem gerðar hafa verið á jafnréttislögum hafa gengið til baka við næstu endurskoðun laganna. Einnig sést að sú snerpa sem lagt var af stað með af hálfu þeirrar nefndar sem samdi lögin í upphafi, næst ekki í gegn hjá Alþingi og ýmis ákvæði æði útvötnuð þegar frumvarpið hefur orðið að lögum. Eitt er þó alveg ljóst að þrátt fyrir tíða endurskoðun á jafnréttislögum og þá væntanlega mikinn vilja löggjafans er enn langt í land í jafnréttismálum kvenna og karla hér á landi. Á þetta fyrst og fremst við um launamun kynja. Í nýjum jafnréttislögum eru nokkur nýmæli og annars staðar eru atriði í fyrri lögum útfærð frekar og auknar skyldur lagðar á stjórnvöld. Merkustu nýmælin tel ég vera: • Dagsektir. Eftirlitshlutverk Jafnréttisstofu er gert skýrara og hefur hún nú fengið frekari heimildir til öflunar gagna hjá fyrirtækjum stofnunum og félagasamtökum þegar stofan hefur rökstuddan grun um brot á lögunum. Einnig skal Jafnréttisstofa að beiðni kæranda fylgja því eftir að úrskurðum kærunefndar jafnréttismála sé framfylgt eftir því sem við getur átt. Jafnréttisstofa getur bæði beitt dagsektum ef aðili lætur stofunni ekki í té umbeðnar upplýsingar og einnig ef sá sem úrskurður kærunefndar beinist að fer ekki að úrskurði nefndarinnar. Enn hafa ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla litið dagsins ljós. Alþingi samþykkti lögin 26. febrúar 2008 og voru þau birt 17. mars 2008 og eru nr. 10/2008. Þetta eru fimmtu jafnréttislögin sem sett eru frá því að jafnréttislög voru fyrst sett 1975. Enn hefur nafni laganna ekki verið breytt og enn haldið í við langt og stirt heiti þeirra, lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hvers vegna mega þau ekki bara heita jafnréttislög? Ný jafnréttislög

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.