19. júní - 19.06.2008, Side 48
46
ávarp við athöfnina og Kristín
Ástgeirsdóttir sagnfræðingur
hélt erindi um ævi og störf
Bríetar. Á Haukagili voru síðan
bornar fram kaffiveitingar.
Á sumarmánuðum kom stjórn
Menningar- og minningarsjóðs
kvenna (MMK) saman á ný eftir
nokkurt hlé. Auglýst var eftir
styrkumsóknum í sjóðinn og
úthlutað styrk á haustmánuðum
til ungrar fræðikonu, Ínu Daggar
Eyþórsdóttur, sem leggur stund
á viðskiptafræðinám í Danmörku.
Einnig hlaut sjóðurinn erfðargjöf
Vigdísar J. R. Hansen, sem lést
í júní 2007. Hefur þessi gjöf
verið mikil lyftistöng fyrir fjárráð
sjóðsins og á vafalítið eftir að
nýtast vel þeim íslensku konum
sem sækja um styrk til sjóðsins.
Haustmánuðir urðu ekki síður
viðburðarríkir því þrír súpufundir
voru haldnir ásamt því að
ungur kanadískur fræðimaður,
Laurie Bertram, sótti KRFÍ
heim og hélt síðdegiserindi
um Vestur-Íslendinginn
Elinu Salome Halldorsson,
merkilega kvenréttindakonu
sem fáir á Íslandi hafa heyrt
um, en Elin Salome setti
sterkan svip á stjórnmál og
kvenréttindabaráttu í Manitoba-
fylki Kanada fyrrihluta síðustu
aldar.
Samstarf
Einn súpufundanna var haldinn í
samtarfi við Kvenfélagasamband
Íslands í tengslum við sextán
daga átakið gegn kynbundnu
ofbeldi, en þá var sýnd danska
heimildarmyndin When the
Moon is Dark. Í tengslum
við sama átak stóð KRFÍ, í
samvinnu við Alþjóðahúsið,
fyrir opnum fundi um mansal
á Íslandi og héldu þar erindi
Margrét Steinarsdóttir, Þorbjörg
I. Jónsdóttir og Sigríður
Friðjónsdóttir lögfræðingur hjá
ríkissaksóknara.
Í byrjun nóvember var
Bríetarbrekka afhjúpuð
af Degi B. Eggertssyni,
þáverandi borgarstjóra,
á horni Þingholtsstrætis
og Amtmannsstígs.
Bríetarbrekka er minnisreitur
um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur,
kvenréttindafrömuð og fyrsta
formann KRFÍ. Ríkisstjórn
Íslands tók þá ákvörðun á
fullveldisafmæli lýðveldisins
árið 2004 að ráðast í þetta
verkefni og átti KRFÍ fulltrúa í
undirbúningsnefnd verksins. Þá
styrkti Reykjavíkurborg verkefnið
veglega m.a. með því að leggja
til reit undir minnismerkið. Ólöf
Nordal myndlistarmaður hannaði
reitinn. Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra hélt
erindi við afhjúpun reitsins
og Bríeturnar – félag ungra
femínista lögðu blómsveig
til minningar um Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur. Efnt var til
móttöku á Hallveigarstöðum í
tilefni afhjúpunarinnar.
Erlent samstarf KRFÍ var öflugt
á starfsárinu. KRFÍ á einna
virkast samstarf við IAW, að
öðrum ólöstuðum. Einnig skipar
samstarf við hin Norðurlöndin
og Eystrasaltsríkin, í gegnum
NOKS-samstarfið, drjúgan
þátt af erlendu samstarfi
KRFÍ. Einn NOKS-fundur var
haldinn árið 2007 í tengslum
við alþjóðlega ráðstefnu sem
haldin var í Tallinn í Eistlandi í
tilefni tíu ára afmælis kvenna-og
kynjafræðideildar Háskólans í
Tallinn. Framkvæmdastjóri KRFÍ
sat fundinn þar sem ræddar voru
leiðir til að efla samstarfið og
fjármögnun funda og ráðstefna.
Aðalþing IAW var haldið í Nýju
Delhí á Indlandi í lok október.
Stjórn KRFÍ tilnefndi formann,
gjaldkera og framkvæmdastjóra
sem fulltrúa félagsins til setu á
þinginu. Þorbjörg I. Jónsdóttir
sat sinn síðasta stjórnarfund
hjá IAW en hún hefur setið í
stjórn samtakanna síðustu tvö
kjörtímabil. Kosið er til eins
kjörtímabils í senn, sem eru
þrjú ár, en mega stjórnarmenn
mest sitja tvö kjörtímabil í
röð. Þorbjörg mun þó starfa
áfram með stjórninni sem
lögfræðilegur ráðgjafi nefndar
um aðgerðir vegna ofbeldis
gegn konum. Einnig mun hún
leiða áfram starf aðildarfélaganna
á Norðurlöndunum og í
Eystrasaltsríkjunum. Á þinginu
var kosin ný stjórn samtakanna
og tók í henni sæti Margrét
Steinarsdóttir, gjaldkeri KRFÍ. Hún
mun einnig leiða starf innan
IAW varðandi mannréttindi
og CEDAW-sáttmálann um
afnám allrar mismununar
gagnvart konum. Ásgerður
Jóna Flosadóttir, sem situr í
aðalstjórn KRFÍ fyrir Frjálslynda
flokkinn, sótti einnig þingið en
hún er með einstaklingsaðild að
samtökunum. Fékk hún einnig
úthlutað því verkefni að fá fleiri
ungar konur til liðs við samtökin.
Þáttur KRFÍ verður því drjúgur í
starfi IAW næstu árin.
KRFÍ fékk líka erlenda
Stjórn Kvenréttindafélagsins eins og hún var skipuð árið 2007. Efri röð frá vinstri: Silja Bára Ómarsdóttir, Sólborg Alda Pétursdóttir,
Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Neðri röð frá vinstri: Margrét Sverrisdóttir, Halldóra Traustadóttir, Margrét Steinarsdóttir, Svandís Ingimarsdóttir, Ragnhildur G.
Guðmundsdóttir.