Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 17
1990
21. Kirkjuþing
1. mál
SKÝRSLA BISKUPS OG KIRKJURÁÐS
Flutt af kirkjuráði
Frsm. herra Ólafur Skúlason, biskup
Frá síðasta kirkjuþingi hefur kirkjuráð haldið 9 fundi og þar af einn í Skálholti.
Skýrsla sú, sem hér íylgir snýst um verkefni kirkjuráðs og mál tengd umfjöllun síðasta
kirkjuþings sem og þau mál önnur, sem biskup hefur haft afskipti af sérstaklega og er
eðlilegt, að kirkjuþing viti af og fjalli um, ef ástæður þykja.
Breytingar hafa orðið á biskupsstofu bæði hvað varðar starfslið og verkaskiptingu.
Ber þar fyrst að nefna, að séra Þorbjörn Hlynur Árnason kom til starfa 1. júní og tók
við störfum biskupsritara. Er hann ráðinn tímabundið í samræmi við reglugerö um
störf á biskupsstofu. Ræður biskup ritara sinn og er hann tengdur starfstíma
viðkomandi biskups. Er séra Þorbjörn Hlynur ritari kirkjuráðs og situr fundi þess og
sinnir þeim málum, sem snerta embætti biskups og hann felur honum sérstaklega.
Einnig er gert ráð fyrir því í fyrrnefndri skipulagsskrá, að biskupsritari annist
fjölmiðlatengsl og sé fulltrúi biskups í málum, er varða erlendar kirkjur og starfi því
með utanríkisnefnd. Eru síðast nefndu atriðin ekki komin til framkvæmda enn og bíða
endurskipulagningar á nefndum kirkjunnar. En kirkjuráð samþykkti tillögu biskups, að
nefndir verði skipaðar við upphaf kjörtímabils nýs kirkjuráðs Sé kjörtímabil slíkra
nefnda, kirkjuþings og kirkjuráðs því hið sama eða fjögur ár. Býð ég hinn nýja
biskupsritara velkominn til starfa á þessu kirkjuþingi, þar sem hann annast ýmiss störf
í tengslum við undirbúning og stjórnun þingsins auk fjölmiðlatengsla í samráði viö
forseta kirkjuþings.
Séra Magnús Guðjónsson, biskupsritari hefur horfið til annarra starfa á
Biskupsstofu. Mun hann rita sögu kirkjuþings og kirkjuráðs, enda manna kunnugastur
þeim mikla þætti kirkjusögunnar, sem slíkt starf spannar. Einnig mun hann skipuleggja
biskupsskjalasafnið, en þar bíður mikið starf og nauðsynlegt. Séra Magnús mun áfram
gegna ritarastörfum á kirkjuþingi eins og liðnum þingum. Þakka ég honum bæði
ritarastörf á kirkjuþingi sem störf á Biskupsstofu og alúð hans alla við verk sín og
samviskusemi með mikilli trúmennsku.
Samkvæmt samþykktum kirkjuþings og prestastefnu verður safnaðaruppbygging
(eða safnaðarefling eins og stungið hefur verið upp á sem heppilegra heiti og höfðar
þá til framhalds starfs, sem hafið hefur verið) eitt af aðalmálum kirkjunnar fram til
aldamóta. Fjárveitinganefnd veitti fé til þess að ráða verkefnastjóra. Réð biskup séra
Örn Bárö Jónsson, sóknarprest í Grindavík og hóf hann störf á Biskupsstofu 1. ágúst
í sumar. Nú hefur nokkuð syrt í álinn með fjárframlög til þessa þýðingarmikla verks,
þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í frumvarpi til fjárlaga, sem lagt hefur verið
fram. Verður því að sækja það eins og fleiri slík beint til fjárveitinganefndar. Treysti
14