Gerðir kirkjuþings - 1990, Blaðsíða 93
eftirtalda þætti: hugsun, skynjun, minni, ímyndun, skilning, tilfinningar, geðshræringar,
ætlun og hvatir, hvort svo sem við erum meðvituð um þá eða ekki.2 * Sálarlífið í þessum
skilningi byggir á starfsemi heilans? í Ijósi þessa má spyija hvort ekki sé rétt að líta svo á
að lykilstarfsemin, sem er undirstaða Kfsins, sé starfsemi heilans og að skilgreina dauða
manns sem heiladrep, eins og raunar hefur verið gert í mörgum löndum.4 Með heiladrepi
er átt við að heilinn sé orðinn endanlega óstarfhæfur. í langflestum tilvikum hleypur drep
í heilann vegna skorts á blóðflæði til hans og veldur það dauða heilafruma. Til að meta
gildi þessarar dauðaskilgreiningar er nauðsynlegt að fara í saumana á fyrirbærinu
heiladrep.
II.
Sérfræðingar skipta heilanum upp í tvo meginhluta: heilahvel og heilastofn.5 I
reynd er hvor hluti um sig flókið kerfi sem er samsett úr mörgum ólíkum hlutum. í
samræmi við þessa skiptingu hefur verið greint á milli þrenns konar heiladreps:
a. Heilahvelsdrep
b. Heilastofnsdrep
c. Algjört heiladrep, sem felur í sér bæði a. og b.
Lítum nú á hvert þessara fyrir sig.
a. Heilahvelsdrep
1 sem fæstum orðum sér heilahvel um svonefnda „æðri“ starfsemi heilans:
meðvitund, hugsun og ályktunarhæfni, ímyndun og minni, málhæfni og sköpunargáfu,
og samhæfingu skynáreita. Þegar öll starfsemi heilahvels er endanlega hætt, við
heilahvelsdrep, er manneskjan ófær um að hafa merkingarbær samskipti við umhverfi
sitt. Persónuleiki hennar er horfinn, hún getur engin mannleg samskipti haft og er
óafturkræft meðvitundarlaus.
Samt sem áður gæti þessi sama manneskja lifað lengi í dái fengi hún viðeigandi
umönnun. Sé starfsemi heilastofns óskert andar hún sjálfkrafa, hjarta hennar slær, hún
2Hér cr reynt að koma orðum að því sem átt er við með „sálark'f' í daglegu máli og felur ekki í sér
neina kenningu um eðli sálarinnar eða um afdrif hennar eftir dauðann. Sjá næstu neðanmálsgrein.
2Sumir myndu leggja sálarlífið í þeim skilningi sem hér er beitt að jöfnu við tiltekna starfsemi
heilans. Aðrir myndu segja að sálarlífið geti haldið áfram eftir líkamsdauðann. Hér er ekki tekin
afstaða til þessa máls. Það eina sem við gerum ráð fyrir er að líkamsbundið eða jarðneskt sálarlíf
hætti um leið og heilinn hættir að starfa. í þessari skýrslu er reynt að gera grein fjrir líkamsdauða
manneskjunnar en ekki fyrir dauða í neinum öðrum skilningi.
AD0dskriienet: En redegOrelse. DetEtiske Rád (Kaupmannahöfn, 1988).
5Stundum er heilastofninn greindur í þrennt: litla heila, brú og mænukylfu. Aðrar grciningar
þekkjast líka.
90