Gerðir kirkjuþings - 1990, Blaðsíða 102
II.
ígræðslur líffæra eru stundaðaðar í því skyni að bæta heilsu manna, í mörgum
tilvikum að bjarga lífi þeirra. Hér er því um að ræða verknað, sem þjónar án nokkurs
vafa siðferðilega góðum tilgangi. Það breytir því þó ekki, að á þessu máli eru ýmsar
hliðar, sem gefa fullt tilefni til frekari siðfræðilegrar íhugunar. Það ræðst ekki hvað síst af
því, að verknaðurinn felur í sér líffærag/ó/, að líffæri er numið á brott úr líkama eins
manns og grætt í líkama annars. Hver er réttur manna gagnvart eigin líkama og
líkamshlutum, og hvaða skyldur bera menn gagnvart lífi og heilsu annarra manna?
Hér á eftir verður fyrst rætt um líffæraígræðslu, þax sem lifandi gjafar eiga hlut að
máli, en síðan um brottnám líffæra úr látnum mönnum.23
III.
Brotmám mikilvægra líffæra vekur þá spumingu, hvort menn hafi skýlausan
siðferðilegan rétt til að ráðskast með eigin líkama að vild. Svo er bersýnilega ekki, ef
menn hafa það fyrir satt, að Kf og heilsa séu grundvallarverðmæti, sem hafa beri í heiðri.
Sú skuldhinding, sem af því leiðir, hlýtur að varða bæði manns eigið líf og heilsu sem
annarra manna. Tilefnislaus og háskaleg aðför að eigin líkama stríðir gegn heilbrigðri
skynsemi og er siðferðilega ámælilsverð.
Allt öðru máli gegnir um rétt manns til að heimila að úr líkama hans verði numið á
brott Kffæri til ígræðslu í líkama annars í ótvíræðu lækningaskyni. SKk ákvörðun ber vott
um lofsverða umhyggju fyrir náunganum, má kallast kærleiksþjónusta, hugprýði ekki
minni en að elska náungann eins og sjálfan sig. Þó þykir rétt að líta svo á, að
líffæragjöfin megi ekki stefna lífi og heilsu gjafans í tvísýnu, m.ö.o. sé ekki háskaleg
aðför að líkama hans. Vissulega má ímynda sér, að einhver sé reiðubúinn til þess að taka
mjög mikla áhættu, jafnvel að fóma lífi sínu, til að bjarga lífi annars. Dærni þess kunna
að vera til í sambandi við líffæraígræðslur, en snerta í raun ekki það mál sem hér er til
umræðu. Ef svo væri snerist umræðan fljótt um réttlætingu sjálfsvígs og þá einkum
sjáKsvígs með atbeina annarra.
Hafi maður rétt til þess að gefa líffæri í lækningaskyni má spyrja, hvort á manni
hvíli siðferðtieg skylda til þess að gera það. Við þessari spumingu er varla til neitt einhlítt
svar. MáKð er þannig vaxið, að seint verður falKst á að nokkur verði þvingaður til þess að
gefa Kffæri, alls ekki með lagaboði, og heldur ekki með annars konar utanaðkomandi
þrýstingi. Færa má fyrir því gild rök, að það sé að öllu jöfnu siðferðileg skylda manns að
koma öðmm til hjálpar, þótt því fylgi viss áhætta fyrir mann sjálfan. En uppfylling
23Sjá um þessi efni AJbert R. Jonsen, „Ethical Issues in Organ Transplanation“, Robert M. Veatch,
ritstj. Medical Ethics (Boston: Joncs and Bartlet Publishers, 1989), s. 229-252.
99