Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 198
7. Tryggingasjónarmiö.
Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar ríkisins hefur frá upphafi almannatrj'gginga
ávallt verið geröur greinarmunur á fólki eftir hjúskaparstöðu. Þannig hafa einhleypingar
fengið hærri greiðslur en hjón/sambúöarfólk tiltölulega. Þetta hefur veriö rökstutt með
því, að það kosti hlutfallslega meira fyrir einhleyping aö framfæra sig en hjón eöa fólk
í óvígðri sambúð. Heimilishald og fl. sé ódýrara hjá tveimur einstaklingum sameiginlega.
Um elli- og örorkulífeyri gildir að greiöslur til hjóna, sem bæði fá lífeyri skulu nema
90% af lífeyri U'eggja einstaklinga. Heimilt er að úrskuröa hvoru hjónanna um sig
einstaklingslífeyri ef þau eru eigi samvistum af heilsufarsástæöum eða öðrum ástæðum
sem tryggingaráð metur jafngildar. Örorkusty’rkþegar njóta bóta án tillits til hjúskapar
eða sambúðar.
Hvað varðar tekjutry'ggingu eru tekjur sambúöarfólks og hjóna lagðar saman, þannig
að sumir lífeyrisþegar fá litla sem enga tekjutry'ggingu. Þetta grundvallast á því
sjónarmiði að skv. hjúskaparlöggjöf eru tekjur beggja hjóna sameiginlegar tekjur
heimilisins.
Réttarstaða einstæðra foreldra er þannig, að almannatryggingakerfið tekur mið af
þörfum foreldra og barna í sameiningu.
Mæðralaun/feðralaun eru greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum, sem
hafa börn undir 18 ára aldri á framfæri sínu og eiga lögheimili hér á landi. Arleg
mæðralaun s-oru í janúar 1990:
Með einu barni kr. 49.992.-
Með tveimur börnum kr. 130.968.-
Með þremur börnum eða fleiri kr. 232.296,-
Þegar sótt er um mæðralaun/feðraiaun þarf að leggja fram leyTisbréf til skilnaðar að
borði og sæng eða lögskilnaðar eða vottorð um slit á óvígðri sambúð frá viðkomandi
valdsmanni.
8. Niðurstööur.
Sú athugun, sem hér hefur verið gerö á stöðu fólks í vígöri sambúð leiðir í ljós að
hjúskapur og óvígð sambúð eru víða lögö að jöfnu, aö uppfylltum vissum skilyrðum.
Þannig á fólk, sem á sama lögheimili og hefur búiö saman í tvö ár eða á barn eða barn
í vændum, rétt á því að skattleggjast sem hjón ef það æskir þess. Þar með fær það m.a
heimild til að millifæra S0% af persónuafslætti annars aðilans yTir til hins. Sambærilegt
ákv’æði er í lögum um almannatryggingar. Eins og fram kemur í greinargerðinni miðast
lánsréttur sambúðarfólks viö meöaltal lánsréttar þeirra við ákv'öröun láns úr
Byggingarsjóði ríkisins. Við úthlutun félagslegra íbúða eru tekjur sambúðarfólks lagðar
saman.
195