Gerðir kirkjuþings - 1990, Blaðsíða 69
Kirkjuþing 1990.
SKÓLASSTARF SKÁLHOLTSSKÓLA 1990-1991
Tvo síðastliðna vetur hefur Ská1ho1tsskó1i verið rekinn sem
setur námskeiða og ráðstefna. Hefur mikill fjöldi fólks lagt leið
í Skálholt á þessum tíma. Hefur skólinn og staðurinn því þjónað
mun fleirum en áður var. Samanlagt frá ágúst 89 til maíloka 90
hafa 2755 manns sótt til Skálholtsskóla á 81 samveru auk
kvöldskó1anema og ýmissa fundamanna á kvöldfundum. Ef allir væru
meðtaldir eru það talsvert á fjórða þúsund, sem hafa sótt
mannfundi í skólanum á þessu tímabili. Gistinætur í skólanum eru
liðlega 2100 og er þá ekki með talinn sá fjöldi, sem á vegum
skólans hefur gist í Skálholtsbúðum.
Fjármál.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit menntamá1aráðherra hafa
fjárframlög til skólans, í tíð núverandi ríkisstjórnar, verið
mjög skert. Skólinn hefur verið settur í spennitreyju og ekki
verið hægt að efla hann í samræmi við áætlanir. Um þverbak keyrði
nú 1990. Ráðherra hafði lofað um 12 milljónum kr. til skólans,
bæði til reksturs og byggingaframkvæmda. Efndir urðu hins vegar
þær, að skólinn fær 4,2 milljónir til ráðstöfunar. Hefur þessi
staða valdið miklum vandræðum ekki síst vegna þess að
nauðsynlegar viðgerðarframkvæmdir, sem búið var að ákveða, hafa
kostað yfir 2 milljónir á árinu. Ekki horfir mikið betur til á
næsta ári því FjárIagafrumvarp v. 1991 gerir ekki ráð fyrir
neinni raunhækkun.
Þarfir skólans.
Skólinn þarfnast einkum tvenns. I fyrsta lagi er það alger
forsenda þess, að hægt verði að efla skólann, að bætt verði við
heimavistarhúsnæði hans. Byggja verður sem fyrst seinni áfanga
heimavistar og húsnæði fyrir starfsmenn. Aukið húsnæði myndi
gerbreyta öllum rekstri og bæta starfsmöguleika , m.a. að hefja að
nýju starf heimavistarbrautar,.þó með öðru móti verði en var til
1988. I öðru lagi þarf að tryggja skólanum svipaðra
rekstrarmöguleika og lýðháskólar búa við á hinum Norðurlöndunum,
þ.e. að skólanum sé veittur fjárstuðningur frá hinu opinbera í
samræmi við starf hans. Islenska ríkið heldur uppi
hirtingaraðferð. Því fleiri námskeið, sem skólinn heldur, því
meiri tekjur ætlar ríkið skólanum. Oafnframt því, sem ríkið
minnkar framlög til skólans, ætlar það honum auknar tekjur, sem
eru til frádráttar framlögum. Norrænir lýðháskólar búa hins vegar
við umbunarkerfi, því meiri starfsemi því meiri peningar.
Skólastefna .
Ská1ho1tsskó1a er ætlað að efna til náms um þætti, sem
tengjast íslenskri menningu og/eða tengjast kirkju. Menning
íslendinga og átrúnaður eru meginstofnar í námstilboði skólans.
Markmið skólans er að þjóna nútímafólki, efla það og mennta í
anda þessara frumþátta. Fyrirkomulag 1991 verður með þeim hætti,
að í stað eins samfellds vetrarnámskeiðs verður starfssemin með
fjölbreyttu sniði. Starfað er í anda tillagna nefndar Kirkjuráðs,
sem gerði úttekt á starfi Ská1ho1tsskó1a. Starfið er og verður
næsta ár svipað starfi stiftsgarða í Skandinavíu.
Skipta má starfssemi í tvo meginstofna, kirkju (K) og
menningu (M). Hvor stofn greinist í nokkra undirþætti. Hér á
66