Gerðir kirkjuþings - 1990, Blaðsíða 29
fólks o.s.frv. Þegar starfsmaður á vegum biskupsembættisins fer að tala í þessum dúr
um kristna trú og íslenska menningu hljóta menn að sperra eyrun. Hefur ekki íslensk
menning og kristin trú haldist í hendur um aldir? "Kirkjan flutti þessari þjóð
siðmenninguna" sagði dr. Björn Þorsteinsson, prófessor. Það hefur hingað til, að mínu
viti, verið almennt álitið af kirkjufólki hérlendis að það hafi verið sjálfsagður þáttur í
kirkjulegri hugsun hér á landi aö kirkja og menning skyldu eiga samleið eins og lengi
og kostur væri. Ótti þeirra sem tilheyra karismatísku hreyfingunni við "heiminn" er
heldur ekki ný bóla en hlýtur að hljóma heldur framandlega í eyrum flestra Islendinga.
"Lútherskir menn hafa engan einkarétt á túlkun fagnaðarerindisins," segir enn
fremur í greininni. Sú spurning hlytur að vakna hvenær lútherskir menn hafi talið sig
eiga einkarétt á túlkun fagnaðarerindisins? Mér vitanlega aldrei. Hins vegar býr í
þessari setningu vanmat á hinum lútherska arfi og þar með um leið á lútherskum
safnaðarskilningi sem höfundur greinarinnar hlýtur að hafa í huga þar sem greinin
fjallar um safnaðarmál. Tilgangur höfundar er að því er virðist að gefa til kynna - eins
og fram kemur í framhaldi þessarar setningar - að hvítasunnuhreyfingin sé nú von
kirkjunnar, þar sé andgustur Guðs áþreifanlegur.
Höfundur vitnar líka í grein eftir Ralph Winter frá 1974 þar sem trúboð er
skilgreint á fjóra vegu, ein leiðin er það sem hann kallar B-0 og sú tegund gildi fyrir
Island eins og höfundur segir: "Nú er ljóst að hér á landi erum við að tala um Island",
en í þessu B-0 felst, orðrétt: "Boðun sem miðar að endurnýjun eða endurteknu
afturhvarfi meðal kristinna manna." Ekki er gott að vita hvernig þetta hugtak
"endurtekið afturhvarf' er á frummálinu (væntanlega ensku) en ætla má að þar sé átt
við eitt uppáhaldshugtak karismatísku hreyfingarinnar sem er afturhvarf til trúar,
frelsun. Þar er átt við lykilreynslu sem sumir geta vitnað um sem hafa orðið fyrir
áhrifum af hreyfingum og félagsskap af þessu tagi. Þetta hugtak og sú trúarreynsla sem
þar er skírskotað til er hins vegar að mínu viti áreiðanlega nánast óþekkt fýrirbæri í
vitund alls þorra íslendinga sem þó hafa lifað sínu trúarlífi - en með öðrum hætti og
á öðrum guðfræðiundirstöðum.
í greininni er ekki orð að finna um þá umræðu sem fram fer innan þjóðkirkna eða
innan lútherskra kirkna vestanhafs um safnaðaruppbyggingu og þann skilning sem
þessar kirkjur byggja starf sitt á.
Kirkiuvöxtur er hugtak sem á ekkert erindi inn í kirkjuumræðu hér á landi. Hver
ætlar að stækka íslensku kirkjuna? Hvert á hún að vaxa? Kirkjuvöxtur er hugtak sem
byggist á ákveðnum safnaðarskilningi þar sem litið er á þjóðkirkjusöfnuðinn sem
vantrúaðan, þurfandi fyrir "rétta" boðun; það sem skipti máli sé hinn litli hópur trúaðra
innan safnaðarins og þennan hóp eigi að stækka og fá til að vaxa - innan kirkjunnar.
Hér er kominn sá skilningur sem á erlendum málum kallast sekteríanskur. Markmiðið
er að mynda "hreinan" söfnuð. Hið ytra - menningarlífið, sköpunarverkið allt - hefur
lítiö sem ekkert gildi og er að mati þeirra sem lengst ganga á valdi hins illa, djöfulsins.
Guð er samkvæmt þessu ekki að verki í sköpunarverki sínu.
Safnaðaruppbygging grundvallast hins vegar á því viðhorfi að kirkjan sé breið og opin,
innan safnaðarins verði ekki skilið á milli hafranna og sauðanna heldur er breidd hans
viðhaldið, hann ber hins vegar að þroska og styrkja á margan hátt. Hér má benda á
hina svokölluð tvíþættu aðferö: opnun og þétting. Það sem máli skiptir hér - eins og
ég hef margbent á í ritgerðum sem ég hef ritað um þetta efni og starfsmaður
nefndarinnar virðir að vettugi - er nýtt tímabil í íslensku kirkjunni þar sem safnaðarstarf
hefur verið í hægfara mótun frá tiltölulega fábreyttu kirkjulífi, sem í þorra safnaða
snerist um messuna, til þess að verða fjölbreytt í góðum safnaðarheimilum. Þetta starf
26