Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 244
að færi fram hjá okkur. í viötali í DV 13.okt. s.l. talar viökomandi farprestur um
hvítasunnuhreyfinguna og mikla útbreiöslu hennar og ber hana saman viö lúthersku
kirkjuna. Hér er ekki á ferð mikill skilningur á lútherskum söfnuöi. í sama viötali er talaö
um nýaldarhreyfinguna sem eitt skelfilegasta fyrirbæri samtímans, til eru þeir kirkjunnar
menn, m.a. í Svíþjóö, sem telja þann trúflokk sem viökomandi farprestur er aö því er best
verður séð því sem næst virkur félagi í ekki síöur hættulegt fyrirbæri. Þar er aö margra
mati kristnum boöskap snúið á haus, þar er trúin oröin aö leiö til aö hagnast, einhvers
/
konar stormarkaöur þar sem best er aö versla án tillits til hinna smæstu. I greinargerðum
sem sendar voru frá noröurlandakirkjunum öllum nema þeirri íslensku vegna ráöstefnu um
safnaöaruppbyggingu nýlega í Þýskalandi er hvarvetna getiö um karismatísku hreyfinguna,
í sænsku skýrslunni sérstaklega getið um Livets Ord, trúflokk sem telst boöa hættulega
kenningu og andstæöa þeirri kenningu sem okkur prestum hefur hingaö til verið eölilegt
aö fást viö. Ég hef það fyrir satt aö sænska kirkjan hafi sérstaklega varaö viö trúfélaginu
Livets ord og víða um Svíþjóð hafi verið stofnaöir stuðningshópar því fólki til hjálpar sem
hefur lent í kfónum á þessum flokki. Viöbrögö kirkjunnar eru sem sagt á svipaða lund og
áöur var brugðist viö Moon hreyfingunni alræmdu.
í áðurnefndu DV viðtali segir orðrétt: "Vegna tengsla sinn við Orð lífsins tengdist
Guömundur komu bandarísks sjónvarpsprédikara hingað til lands fyrir rúmu ári. Sá heitir
Lester Sumrill og boðar fagnaöarerindið meðal annars gegnum sjö sjónvarpsstöðvar op
safnar fé til bágstaddra kristinna safnaða í þriöja heiminum." Svo mörg voru þau orö. A
almennum safnaðarfundi í Seltjarnarneskirkju kom fram aö þessi maöur feröast hingaö til
lands með einkaþotu, maöur sem er aö safna fé til bágstaddra, feröamáti sem ekki einu
sinni páfinn léti sér í hug koma hvaö þá fulltrúum alþjóölegra kirkjusamtaka eins og
Alkirkjuráðsins eöa Lútherska heimssambandsins að ekki sé talað um fulltrúa
hjálparstofnana. I áöurnefndri greinargerö frá sænsku kirkjunni vegna
safnaöaöuppbyggingar segir aö trúflokkurinn Orö lífsins hafi komiö meö
bandaríkjamanninum Kenneth Hagin á síöari hluta áttunda áratugarins til Svíþjóöar, fyrst
til Uppsala og síöan breiöst út um landiö.
Nú er komiö aö einu þeirra meginatriöa sem vandinn snýst um þegar karismatíska
hreyfingin er annars vegar og samskipti hennar þjóðkirkjur eöa aörar heföbundnar
"stórkirkjur". Það er safnaöarskilningurinn. Annars vegar er hinn breiöi skilningur þar sem
skírnin markar inngöngu í kirkju Krists og starf kirkjunnar er síöan skilið í framhaldi af
henni, í fýrstu sem skírnarfræösla, uppbygging í trúnni þar sem allt miöar aö tvennu: að
barnið verði kristinn maður í lífi sínu og starfi og að söfnuöurinn verði samfélag um Guös
orö og byggist sífellt upp og endurnýist í því orði og í samfélagi við Krist.
Hins vegar er svo sértrúarskilningurinn þar sem ekki er lengur gengið út frá hinum
breiða söfnuöi og heldur ekki barnaskírninni heldur er litið á hinn breiöa söfnuö sem eins
konar kristniboösakur, hóp af ókristnu fólki sem þarf aö taka afturhvarf, skírast í andanum
eða ganga í gegnum einhvern annan sérstakan þróunarferil sem viðkomandi sértrúarviðhorf
byggist á. Söfnuðurinn á að þeirra mati að vera "hreinn". Greinilegast er þetta í þeim
trúflokkum sem skera sig út úr kirkjunum, ógreinilegra er þaö í fýrstu þar sem þeir hreiðra
um sig meö slíkan skilning innan hins breiða safnaöar og vilja stofna eins konar "ecclesiola
in ecclesia" eða litla kirkju innan stóru kirkjunnar. Af þessum safnaðarskilningi leiðir margt,
t.d. ákveöinn still í trúrækni. sífelldar bænir fyrir öörum, bænir um að þeir snúi sér til
"trúar", sífellt mat á trú annarra, stanslausar efasemdir um heilindi annarra í trúnni, hinu
heföbundna umburðarlyndi, sem er eitt einkenni þjóökirkjusafnaöarins, er hafnaö í verki
241