Gerðir kirkjuþings - 1990, Qupperneq 49
1989-90. - 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. Iöggjafarþing. -431. mál.
Sþ. 752. Tillaga til þingsályktunar
um samningu rits um kristni á íslandi í þúsund ár.
Flm.: Guörún Helgadóttir, Jón Helgason, Árni Gunnarsson,
Óiafur G. Einarsson, Páll Pétursson, Eiöur Guönason,
Margrét Frímannsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Guðmundur Ágústsson,
Ingi Björn Albertsson, Stefán Valgeirsson.
Alþingi samþykkir, meö tilvísun til þingsályktunar frá 17. apríl 1986 um þúsund ára
afmæli kristnitökunnar, aö fela forsetum þingsins í samráöi viö þjóökirkju íslands og
guðfræðideild Háskóla íslands að standa fyrir samningu ritverks um kristni á íslandi og áhrif
hennar á þjóðlíf og menningu í þúsund ár.
Forsetar þingsins skipi aö höföu samráöi við biskup íslands þriggja manna ritstjórn og
ráði ritstjóra verksins frá ársbyrjun 1991. Ritstjóri ráði síðar aðra þá höfunda er að verkinu
standa með samþykki ritstjórnar.
Kostnaður við verkið greiðist með öðrum útgjöldum Alþingis.
Ljúka skal samningu verksins á fimm árum.
Greinargerð.
Hinn 17. apríl 1986 samþykkti Alþingi svohljóðandi ályktun:
„Alþingi ályktar að fela forsetum Alþingis að vinna að athugun á því með hvaða hætti
vcrði af hálfu Alþingis minnst þúsund ára afmælis kristnitökunnar.“
Tillaga þessi, sem samþykkt var einróma, var flutt af forsetum þingsins og formönnum
allra bingflokka.
I framsöguræðu sinni fyrir tillögunni sagði þáverandi forseti sameinaðs þings, Þorvaldur
Garðar Kristjánsson, m.a.:
„Eins og þjóðkirkjan mun minnast kristnitökunnar með sínum hætti, svo hlýtur Alþingi
að minnast þess atburðar á sinn hátt.“ Og síðar í ræðunni sagði hann: „Jafnframt er þessi
þingsályktunartillaga flutt til að leggja áherslu á að Alþingi hafi mikilvægu hlutverki að gegna
og megi ekki láta sinn hlut eftir liggja þegar minnst verður merkustu löggjafar þess.“
Þær hugmyndir, sem nefndar voru 1986, lutu einkum að byggingu sameiginlegs húss
Alþingis og kirkjunnar á Þingvöllum þar sem m.a. gætu farið fram þingsetningar- og
þinglausnafundir Alþingis, svo og aðrir hátíðarfundir þess. Þeim hugmyhdum hefur ekki
verið fylgt frckar eftir.
Samkvæmt ákvörðun kirkjuþings 1984 tilnefndi kirkjuráð 1985 þriggja manna nefnd,
kristnitökunefnd, til þess að undirbúa hátíðarhöld í tilefni þúsund ára kristnitökuafmælis árið
2000. í henni áttu sæti þáverandi biskup, hr. Pétur Sigurgeirsson, sr. Heimir Steinsson
þjóðgarðsvörður og sr. Jónas Gíslason prófessor. Meðal verkefna, sem sú nefnd hugleiddi í
tilefni afmælisins, varsamning nýrrar kirkjusögu. Var skipuð sérstök undirnefnd til að kanna
það mál.
Skömmueftir að núverandi biskup, hr. Ólafur Skúlason, tók við embætti kvaddi hann
saman á fund í biskupsgarði frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, Guðrúnu Helgadótt-
46