Gerðir kirkjuþings - 1990, Blaðsíða 239
Fyrirspurnir
✓
Eins og fram hefur komiö er ætlunin aö taka upp á kirkjuþingi fyrirspurnartíma. AJkveðiö
var, að fyrirspyrjendur og svarendur fái hvor fyrir sig 5 mínútur, en aðrir þingmenn 2
mínútur.
Ennfremur taliö nauösynlegt aö skriflegar fyrirspurnir séu lagöar fram daginn áöur en svara
skal.
Fyrirspyrjandi dr. Gunnar Kristjánsson lagöi fram skriflega greinargerö, sem hann nefndi
"Karismatíska hreyfingin og íslenska þjóökirkjan". Var henni dreift meöal þingmanna og
kemur í Gerðum kirkjuþings. Síðan dró hann efni sitt saman í eftirfarandi spurningar: Hver
er skoðun biskups á Karismatísku hreyfingunni? Hvaö er að gerast í íslensku þjóðkirkjunni?
Hver er afstaða biskups til hreyfingarinnar?
Biskup svaraöi fyrirspurninni í rituöu máli, sem var dreift meðal þingmanna og verður birt
í Gerðum kirkjuþings.
Gunnar Kristjánsson:
Karismatíska hreyfingin og íslenska þióökirkjan
Af gefnu tilefni langar mig til og tel mér raunar skylt - sem kirkjuþingsmanni - aö taka
hér mál á dagskrá sem vakiö hefur mikla athygli í fjölmiölum undanfarið. Margir hafa
spurt bæöi mig og aðra kollega hvað sé aö gerast í kirkjunni, hvort þær skoöanir, sem
fullyrt er aö kenndar séu um þessar mundir af farpresti kirkjunnar, séu almennt skoöanir
presta eöa kirkjunnar.
Þrátt fyrir mikla umfjöllun er samt lítið viö að styðjast af tiltæku efni um þaö sem
vekur spurningar fólks. Þar koma til sögusagnir sem berast mann frá manni eins og aö
presturinn hafi kennt fermingarbörnum aö fötlun sé refsing frá Guöi, aö blessun Guös
komi fram í góöu heilsufari og góöum veraldlegum efnum, ríkidæmi jafnvel. A opinberum
fundum hefur presturinn hafnaö kenningu Darwins og þar meö gengið í berhögg viö viö-
tekinn Biblíuskilning í íslensku þjóökirkjunni. í viötölum m.a. í DV 13.okt.s.l. er fjallaö um
djöfulinn á þann hátt aö menn reka upp stór augu og spyrja hvort þaö sé rétt aö prestar
eigi aö tala um djöfulinn eins og gert var fyrr á tímum þegar hiö illa var holdgert í sterku
myndmáli.
Og menn spyrja um þessa nýaldarhreyfingu hvort það sé meginmál samtímans aö
berjast gegn henni og hvað er hún, spyrja menn einnig, er þaö svo stórhættulegt aö fólk
hingaö og þangaö sé aö velta fyrir sér kosmískum lögmálum rétt eins og fólk á öllum
tímum hefur gert og einnig kirkjan sjálf. Spurningum er varpaö fram af gefnu tilefni,
spurningum sem sumar hverjar eiga viö rök aö styðjast, tilefniö er ljóst en einnig
spurningar sem styðjast viö hviksögur, þeim þarf einnig aö svara. Sem prestur í íslensku
þjóökirkjunni kann ég illa viö þaö aö þurfa aö deila við annan prest um atriöi eins og
skírnarskilning kirkjunnar sem er einn af hornsteinum, óumdeildum, í kenningum
kirkjunnar. Slík uppákoma varö á Héraösfundi Kjalarnesprófastsdæmis í fyrra þar sem í
hlut átti sá prestur sem boðar nú kenningar trúflokksins Orö lífsins í íslensku kirkjunni,
kenningar sem aðrar kirkjur hafa varað við og stofnað stuðningshópa fyrir þá sem ánetjast.
236