Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 134
Þjónandi biskupar, sóknarprestar, aðstoöarprestar, sbr. 3. gr. laga nr. 62/1990, sérþjónust-
uprestar sbr. II. kafla laga nr. 62/1990, sérþjónustuprestar og aðstoðarprestar, sem ráðnir
eru í fullt starf í söfnuðum, eða af stofnunum, og kjörstjórn úrskurðar hverju sinni,
kennarar guðfræðideildar Háskóla Islands, sem eru í föstum embættum eða störfum
(prófessorar, dósentar, lektorar), starfsmenn biskupsstofu, sem eru guðfræðikandidatar í
föstum störfum.
3. gr. 4. oröist svo:
Formenn sóknarnefnda og safnaðarfulltrúar. Skulu atkvæði hvers þeirra teljast 1/6
atkvæðis.
4. gr. 1. Biskup íslands þjónandi vígslubiskupar, sóknarprestar á eftir "... sérþjónustupre-
star sbr. II. kafla laga nr. 62/1990, sem hafa höfuðstöðvar í vígslubiskupsdæminu," komi:
að aðstoðarprestar í biskupsdæminu, sbr. 3. gr. laga nr. 62/1990, svo og sérþjónustuprestar
og aðstoðarprestar, sem ráðnir eru í fullt starf í söfnuðum, eða af stofnunum, og kjörstjórn
úrskurðar hverju sinni.
4. gr. 3:
Formenn sóknarnefndar og safnaðarfulltrúar o.s.frv. sbr. 3. gr. 4
við bætist 4. gr. 5:
Kennarar í guðfræðideild Háskóla íslands, sem eru í föstum embættum eða störfum,
starfsmenn biskupsstofu, sem eru guðfræðingar í föstum störfum,og skulu atkvæði þeirra
gilda 1/2
Málið, nefndarálitið og breytingartillögurnar verði lagðar fyrir stjórnskipaða nefnd, sem
unnið hefur að þessu máli, enda verði það lagt fyrir næsta kirkjuþing.
Samþykkt mótatkvæðalaust
131