Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 243
mynd sem hann sá eitt sinn í búöarglugga þar sem stóð letrað : Jóhannes 3,16: Svo elskaði
Guð Bandaríkin að hann gaf son sinn eingetinn.
En hér er það sem sagt innihald sálmanna sem vekur hann til umhugsunar. Þær
hugleiðingar birtast í þessum orðum sem hann vitnar í frá guðfræðingnum Richard
Niebuhr: "Kristnir menn eru ekki þeir sem hafa verið frelsaðir frá heiminum heldur þeir
sem vita að þessi heimur hefur verið frelsaður." Og hann heldur áfram og segir: "Við
sungum um himininn í gamla daga, vissulega, en þar var aldrei gefið í skyn hvað þá meira
að Jesús væri ekki nálægur hér og nú. Það var holdtekjan, fannst mér, sem vantaði í
þessum nútímalega konsert um fagnaðarerindið. Hljóðin og tæknin var allt af nýjustu gerð
en villutrúin var af elstu gerð: dóketismi. Kristur var á himnum, bíðandi."
í grein í sama tímariti sem bandaríski kirkjusöguprófessorinn við Chicagóháskóla,
hinn virti og vinsæli Martin Marty ritar 15. febrúar 1989, segir hann í lokin: "Næstu 12 ár
geta ekki orðið ár hinna evangelísku (nánast sama merking og í karismatísku) á sama hátt
og undanfarin 12 ár. Tímabili er lokið. Hin karismatíska endurnýjun hafði ekki í för með
sér almenna endurnýjun, í vændum kunna að vera erfiðir tímar fyrir allar skipulega
uppbyggðar kirkjudeildir." Marty byrjar greinina raunar á að takast á við sífellda kröfu
karismatískra um afturhvarf og segir að hinn lútherski skilningur sé daglegt afturhvarf,
afturhvarf til skírnarsáttmálans, minning þess að við erum skírð og afturhvarf til hans sem
tók við okkur þá. Daglega en ekki í eitt skipti fyrir öll.^
Vissulega hefur karismatíska hreyfingin ekki verið gagnslaus, hún hefur gegnt sínu
hlutverki þrátt fyrir allt, á það hafa menn einnig bent.5 Þar má nefna stúdentaprestinn
Dean Snyder við Drexel háskóla í Fíladelfíu sem ritar af eigin reynslu og vitnar til
guðfræðinga eins og Krister Stendahl (frá 1976, síðar varð Stendahl biskup í Stokkhólmi).
Ég vil einnig benda á verk svissneska prófessorsins Walter J. Hollenweger5 sem hefur
fjallað mikið um andann í tenglum við praktíska guðfræði og hefur víða skýrt frá reynslu
sinni.
Max L. Stackhouse, prófessor í guðfræði við Andover Newton háskólann í Mas-
sachusetts í Bandaríkjunum hefur fjallað um það fyrirbæri sem hér er til umræðu í
alþjóðlegu samhengi og bent á fyrirbærið fundamentaiismi sem hér er oftast þýtt með
bókstafstrú en það orö nær merkingunni hvergi nærri, þar setur hann þessar þróun í
alþjóðlegt samhengi og sýnir hvernig fundamentalismi virðist spretta upp í öllum
trúarbrögðum nánast samtímis. Eins og fram hefur komið er fundamentalismi og karismatík
ekki það sama og þar á milli hefur iðulega verið lítiö um kærleika (sbr. Missouri sýnóduna
sem bannaði karismatísku hreyfinguna). Hins vegar virðist sem slík öfgafyrirbæri geti
sprottið upp samtímis/
Hér hefur einkum verið fjallað um karismatísku hreyfinguna í Bandaríkjunum sem
er eðlilegt þar sem hennar raunverulegu heimskynni eru vestanhafs í hinu mikla kraöaki
trúflokka sem þar er að finna. Á meginlandi Evrópu hefur hún vissulega einnig gert vart
við sig og ekki á annan hátt en vestanhafs/ Einnig væri áhugavert að rekja áhrif hennar
í Suður-Ameríku og annars staðar í þriðja heiminum.9
Upphaf þessa máls voru spurningar vegna atburða í einum söfnuði hér á
Reykjavíkursvæðinu þar sem sóknarnefnd segir af sér og veruleg upplausn virðist eiga sér
stað. Það er að mínu viti hlutverk kirkjuþings, meðal annars, að fara ofan í saumana á
slíkum málum, skilgreina þau, finna vandann og reyna að koma í veg fyrir aö slíkt
endurtaki sig. Ég hef reynt aö færa rök að því að hér er aö ferð vandi sem aðrar kirkjur
þekkja orðið býsna vel víða um heim. Vandi sem við hér á landi gátum ekki vonast eftir
240