Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 204
1990
21. Kirkjuþing
19. mál
T I L L A G A
til bingsálvktunar um úttekt á lagalegri réttarstööu
prestssetursiaröa og hlunninda, sem beim fylgja.
Flm. dr. Gunnar Kristjánsson, Jón Guömundsson og
sr. Þorleifur Kj. Kristmundsson
Frsm. sr. Þorleifur Kj. Kristmundsson
21. kirkjuþing 1990 samþykkir aö kjósa 3ja manna nefnd, sem geri úttekt á lagalegri
réttarstööu prestsetursjaröa og hlunninda, sem þeim fylgja.
Nefndin skili niöurstööu á athugun sinni til næsta kirkjuþings.
Greinargerð
Nauösynlegt er aö þaö liggi Ijóst fyrir hver sé lagaleg staöa (réttarstaöa) prestssetursjaröa
og eru margar ástæður fyrir því aö athugun fari fram sem fyrst. Hvatinn aö þessari tillögu
er m.a. sá, að það veröur að teljast mjög vafasamt atferli, að stjórn P. í. kjaranefnd - P.
I og aörir aðilar úti í bæ séu, að ráöskast meö hlunnindi prestssetursjaröa og um
áhafnarstærö (fullviröisrétt) á þeim.
Slíkar hugmyndir hafa því miður skotiö upp kollinum og eru raunar á floti nú m.a. í
sambandi viö kjarasamninga. Prestssetursjaröir og hlunnindi, sem þeim fylgja, geta engan
vegin verið kjarasamningsatriöi og ef svo yröi þá þyrfti að breyta ábúöarlögum, kirkjurét-
ti og lögum um lax- og silungsveiöi og vafalaust fleiri lögum, þ.e.a.s. ef prestssetursjaröir
og hlunnindi þeirra eiga aö veröa leikföng og bitbein í kjarabaráttu prestastéttarinnar og
ábúendur fengju engu þar um ráðið.
Það vita allir, sem vilja, að þau fáu „beneficia", sem kirkjan á eftir í eigu sinni, eru flest
í dreiföustu byggðum landsins og hafa oröið til þess, aö prestar hafa fengist til aö þjóna
í dreifbýlinu, og er það þó ekki einhlítt, má minnast þess aö t.d. Hof í Vopnafiröi stóö
prestslaust í aö m.k. 8 ár á árunum 1960 - 80 ; jafnvel er ekki langt síöan Melstaöur í
Miðfiröi og Stafholt í Stafholtstungum voru prestslaus þó þau prestssetur standi meir i
þjóöbraut en t.d. Hof í Vopnafirði, Vatnsfjöröur og fleiri prestssetur. Og ekki var það
flóðið af prestum í þéttbýlinu, sem sóttu um þessi embætti síöast þegar þau voru laus hvað
þá "staöi" nær þéttbýlinu eins og t.d. Reynivelli.
201