Gerðir kirkjuþings - 1990, Page 7
Hallast því býsna mikið á hjá okkur og karlaveldiö mikið, eins og reyndar hefur yfírleitt
fylgt kirkjunni og horfir þó til meira jafnvægis, þótt ekki höfum við gripið til þess ráðs,
sem samtök kirkna, bæði Lútherska heimssambandið og Alkirkjuráðið hafa gert, að
binda í lögum sínum hlutfall kvenna af fjölda fulltrúa á þingum og í nefndum. Nær sá
kvóti þá reyndar einnig til fulltrúa æskufólks og þeirra hópa, sem eiga undir högg að
sækja. Mæli ég ekki með slíku, en vel megum við huga að jafnari skiptingu.
Annað veldur ekki síður áhyggjum, en það er dræm þátttaka í kosningum til
kirkjuþings. Hefur reyndar fylgt lengstum, að leikmenn hafa ekki fundið jafnt til
ábyrgðar sem vígðir menn, þegar komið hefur til þess að velja fulltrúa sína. En nú brá
svo við, að í sumum kjördæmum mátti vart í milli sjá, svo var dræm þátttaka í
kosningum bæði í hópi sóknarnefnda sem presta. Þykir mér þetta alvarlegt mjög og
verður að leita ráða til þess að þeir, sem rétt hafa til að tilnefna kirkjuþingsmenn, átti
sig á ábyrgð sinni og skilji þátt kirkjuþings í mótun stefnunnar bæði innan
Þjóðkirkjunnar sem í þjóðlífí öllu.
Og setur það ekki ánægjulegan svip á upphaf starfa okkar nú og veldur röskun frá
hinu hefðbundna, að val leikmanns úr einu kjördæmanna var með þeim hætti, að
kjörstjórn hefur skotið endanlegri afgreiðslu málsins til kirkjuþings sjálfs. Og er þar farið
að lögum. Verður því verkefni kjörbréfanefndar meira en venjulega og geta kosningar
starfsmanna þingsins ekki farið fram fyrr en nefndin hefur lokið störfum.
Þykir mér besta leiðin til að tengja störf kirkjuþings þeim aðilum, sem ábyrgð bera
á vali þingmanna og þar með óbeint á störfum þingsins, að kirkjuþingsmenn boði til
funda, eftir að þingi lýkur og skrifi til allra sóknarnefnda og presta í kjördæminu, þar
sem það verður reifað, sem hæst ber og skýrt frá öðru, sem oft er ekki síður
þýðingarmikið, þótt ekki nái athygli þeirra, sem mata fólk gegnum Qölmiöla.
Ekki mun ég drepa á margt, sem borið hefur hátt frá síðasta þingi. Það býður
skýrslu minnar, sem lögð verður fram og rædd á morgun. En tvennt hlýtur þó að verða
reifað nokkuð í setningarræðu þessa þings. Annars vegar er það afgreiðsla frumvarps
um prestaköll og prófastsdæmi og starfsmenn Þjóðkirkjunnar, sem Alþingi samþykkti
undir lok síðasta þings. Hafði frumvarpið um starfsmenn Þjóðkirkjunnar lengi beðið
afgreiðslu. Vil ég þakka kirkjumálaráðherra, Óla Þ. Guðbjartssyni fyrir áhuga hans á
því, að fá þessi frumvörp afgreidd, og er enginn vafi á því, að það var ákveðni hans og
lagni, sem réði þar mestu um, að frumvörpunum var ekki ýtt til hliðar. Margt horfir
til bóta í þessari löggjöf, þótt annaö bíði endurskoðunar, sem gert er ráð fyrir innan
fimm ára. Hólar og Skálholt fá aukna reisn með búsetu vígslubiskupa og verksvið
vígslubiskupa verður annað. En svo er með þessi lög sem önnur, að fylgi ekki
fjárveitingar eru þau lítið annað en stafir á blaði. Eru það því mikil vonbrigði, að ekki
eru horfur á því á þessu stigi, að svo fjölgi starfsmönnum, sem vonir stóðu til. Er alls
ekki unnt að sætta sig við það, að prestaköll, sem telja allt upp í tíu þúsund manns,
njóti aðeins þjónustu eins prests. Lögin gera ráð fyrir 4000 sóknarbörnum á prest og
verður því að vinna að því, að fjölgun verði í hinum stærri prestaköllum. Og þá er
einnig nauðsynlegt að huga aö því að kveðja fleiri til starfa en presta eina, og bind ég
því miklar vonir við frumvarp um djákna og djáknafræðslu, sem hér verður lagt fram
á þessu kirkjuþingi ásamt tillögum um menntun annarra starfsmanna kirkjunnar.
4