Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 29

Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 29
fólks o.s.frv. Þegar starfsmaður á vegum biskupsembættisins fer að tala í þessum dúr um kristna trú og íslenska menningu hljóta menn að sperra eyrun. Hefur ekki íslensk menning og kristin trú haldist í hendur um aldir? "Kirkjan flutti þessari þjóð siðmenninguna" sagði dr. Björn Þorsteinsson, prófessor. Það hefur hingað til, að mínu viti, verið almennt álitið af kirkjufólki hérlendis að það hafi verið sjálfsagður þáttur í kirkjulegri hugsun hér á landi aö kirkja og menning skyldu eiga samleið eins og lengi og kostur væri. Ótti þeirra sem tilheyra karismatísku hreyfingunni við "heiminn" er heldur ekki ný bóla en hlýtur að hljóma heldur framandlega í eyrum flestra Islendinga. "Lútherskir menn hafa engan einkarétt á túlkun fagnaðarerindisins," segir enn fremur í greininni. Sú spurning hlytur að vakna hvenær lútherskir menn hafi talið sig eiga einkarétt á túlkun fagnaðarerindisins? Mér vitanlega aldrei. Hins vegar býr í þessari setningu vanmat á hinum lútherska arfi og þar með um leið á lútherskum safnaðarskilningi sem höfundur greinarinnar hlýtur að hafa í huga þar sem greinin fjallar um safnaðarmál. Tilgangur höfundar er að því er virðist að gefa til kynna - eins og fram kemur í framhaldi þessarar setningar - að hvítasunnuhreyfingin sé nú von kirkjunnar, þar sé andgustur Guðs áþreifanlegur. Höfundur vitnar líka í grein eftir Ralph Winter frá 1974 þar sem trúboð er skilgreint á fjóra vegu, ein leiðin er það sem hann kallar B-0 og sú tegund gildi fyrir Island eins og höfundur segir: "Nú er ljóst að hér á landi erum við að tala um Island", en í þessu B-0 felst, orðrétt: "Boðun sem miðar að endurnýjun eða endurteknu afturhvarfi meðal kristinna manna." Ekki er gott að vita hvernig þetta hugtak "endurtekið afturhvarf' er á frummálinu (væntanlega ensku) en ætla má að þar sé átt við eitt uppáhaldshugtak karismatísku hreyfingarinnar sem er afturhvarf til trúar, frelsun. Þar er átt við lykilreynslu sem sumir geta vitnað um sem hafa orðið fyrir áhrifum af hreyfingum og félagsskap af þessu tagi. Þetta hugtak og sú trúarreynsla sem þar er skírskotað til er hins vegar að mínu viti áreiðanlega nánast óþekkt fýrirbæri í vitund alls þorra íslendinga sem þó hafa lifað sínu trúarlífi - en með öðrum hætti og á öðrum guðfræðiundirstöðum. í greininni er ekki orð að finna um þá umræðu sem fram fer innan þjóðkirkna eða innan lútherskra kirkna vestanhafs um safnaðaruppbyggingu og þann skilning sem þessar kirkjur byggja starf sitt á. Kirkiuvöxtur er hugtak sem á ekkert erindi inn í kirkjuumræðu hér á landi. Hver ætlar að stækka íslensku kirkjuna? Hvert á hún að vaxa? Kirkjuvöxtur er hugtak sem byggist á ákveðnum safnaðarskilningi þar sem litið er á þjóðkirkjusöfnuðinn sem vantrúaðan, þurfandi fyrir "rétta" boðun; það sem skipti máli sé hinn litli hópur trúaðra innan safnaðarins og þennan hóp eigi að stækka og fá til að vaxa - innan kirkjunnar. Hér er kominn sá skilningur sem á erlendum málum kallast sekteríanskur. Markmiðið er að mynda "hreinan" söfnuð. Hið ytra - menningarlífið, sköpunarverkið allt - hefur lítiö sem ekkert gildi og er að mati þeirra sem lengst ganga á valdi hins illa, djöfulsins. Guð er samkvæmt þessu ekki að verki í sköpunarverki sínu. Safnaðaruppbygging grundvallast hins vegar á því viðhorfi að kirkjan sé breið og opin, innan safnaðarins verði ekki skilið á milli hafranna og sauðanna heldur er breidd hans viðhaldið, hann ber hins vegar að þroska og styrkja á margan hátt. Hér má benda á hina svokölluð tvíþættu aðferö: opnun og þétting. Það sem máli skiptir hér - eins og ég hef margbent á í ritgerðum sem ég hef ritað um þetta efni og starfsmaður nefndarinnar virðir að vettugi - er nýtt tímabil í íslensku kirkjunni þar sem safnaðarstarf hefur verið í hægfara mótun frá tiltölulega fábreyttu kirkjulífi, sem í þorra safnaða snerist um messuna, til þess að verða fjölbreytt í góðum safnaðarheimilum. Þetta starf 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.