Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 14
1998
30. KIRKJUÞING
Ávarp Þorsteins Pálssonar dóms- og kirkjumálaráðherra.
Með sanni má segja að kirkjuþing komi saman að þessu sinni á nokkrum tímamótum.
Á það við hvort heldur við lítum á kirkjustarfið hér á heimavettvangi eða í víðara
alþjóðlegu samhengi.
Nýr biskup kallar kirkjuþing saman í fýrsta sinn. Fjórir áratugir eru liðnir frá því þing
þjóðkirkjunnar tók til starfa. Alkirkjuráðið hefur starfað í hálfa öld. Og kirkjuþing
kemur nú í fýrsta sinn saman til að hefja störf á grundvelli nýrrar kirkjulöggjafar.
Kirkjuréttinum hefur verið breytt í grundvallaratriðum. Vald sem áður var í höndum
alþingis og kirkjumálaráðuneytisins hefur verið fært til kirkjunnar sjálfrar. Hún hefur
fengið aukið sjálfstæði og um leið nýja ábyrgð.
Megin viðfangsefni þessa kirkjuþings verður í samræmi við nýjan kirkjurétt að setja
þjóðkirkjunni starfsreglur á fjölmörgum sviðum og um margvísleg verkefni, sem hún
hefur með höndum. Það er vandasamt starf, um margt flókið, um ýmislegt viðkvæmt,
en um allt skapandi fyrir nýjan tíma í kirkjunni.
í öndverðu hafði kirkjuþing ekki mikið að segja. Að sönnu ekki í þeim skilningi að
þar hafi ekki verið talað, enda væri það ólíkt prestum og leikmönnum kirkjunnar. Það
sem ég á við er fýrst og fremst það að kirkjuþingið hafði ekki í raun réttri völd. Það
réði ekki innri málum kirkjunnar upp á eigin spýtur né heldur fjármálum hennar.
Þau tímamót, sem við stöndum á nú, eru því mikils um verð, þegar kirkjurétturinn
hefur mælt fýrir um raunveruleg völd kirkjuþings. Ég er í engum vafa um að þessi
nýja skipan mála á eftir að valda straumhvörfum í starfi kirkjunnar í landinu. Þá á ég
ekki við að öllu verði umbylt í einni svipan. Hitt er líklegra og í reynd farsælla að
hlutimir þróist án þess að kollvarpa hefðum kirkjunnar.
En kirkjusamfélagið er ekkert ólíkt öðrum félagsskap manna, að því leyti, að í
sjálfstæði og ábyrgð felst aflvaki og kraftur. Það eflir kærleika til samfélagsins, sem
aftur leiðir af sér, ekki bara góðar hugsanir, heldur vilja og löngun til þess að færa til
betri vegar það sem úrskeiðis hefur gengið og leysa úr læðingi frumkvæði að
nýjungum og umbótum.
Þetta er gömul og ný reynsla. Saga íslands ber glöggt vitni um þá orku, sem
sjálfstæðið virkjar. Þó að kirkjusamfélagi verði ekki í einu og öllu jafnað til
þjóðfélags, hygg ég að í meginatriðum eigi sömu lögmál við. Það er að minnsta kosti
ósk mín og von að svo sé og að við getum síðar keypt þau sannindi um kirkjuna í búð
reynslunnar.
Sú breyting, sem orðin er á kirkjuréttinum, hefur ekki orðið í einni svipan. Þar liggur
að baki þróun og lýðræðisleg umræða innan kirkjunnar og á Alþingi. Þó að
kirkjuþingið hafi verið valdalaust í upphafi vegferðar sinnar ukust áhrif þess smám
saman og áhugi kviknaði innan kirkjunnar til þess að takast á við viðfangsefni, sem
framkvæmdavaldið og löggjafarþing þjóðarinnar höfðu áður vélað um.
9