Gerðir kirkjuþings - 1998, Blaðsíða 21
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
eins og sjúkrahúsi, sem heldur guðsþjónustur og helgar athafnir til uppbyggingar og
boðunar undir leiðsögn sérþjónustuprests.
Sérþjónustan gefur þjóðkirkjunni reyndar eitthvert sterkasta sóknarfæri í
samtímanum.
Það er eitt brýnasta verkefni presta og forystufólks sóknanna að hlúa að samfélagi
trúarinnar í söfnuði sem vill veita skilyrði til vaxtar og þroska í trú, trú sem er ekki
bamahjal heldur meðvituð lífsafstaða, lífsþroski, lífsviska fullorðinnar manneskju.
Ekki bara kirkjunnar vegna, sögu hennar,
hefða, hagsmuna. Heldur vegna lífsins!
Mannlegt samfélag á í vök að veijast í samtímanum. Einhver skilgreindi orðið
fjölskylda sem svo að það væri fólk sem hefði aðgang að sama ísskáp! Ef svo er þá er
ljóst að mannlegt samneyti, uppeldi, ræktun, sem hefur verið eitt meginverkefhi
íjölskyldunnar, er komið í annarra hendur, og þá hverra? Sjónvarpsskjárinn með sín
öflugu og ágengu áreiti fjölþjóðlegs afþreyingariðnaðar, og margmiðlun alls konar
vega þyngra í uppeldi en nokkru sinni. Og æ oftar er viðmiðunin ekki hvað er rétt og
satt heldur hvað borgar sig. Hvar er viðnám að fá? Hvar er hin kristna boðun,
uppeldi, miðlun trúar, hvar eru hinar kristnu hefðir og tákn, helgin, virðingin,
lotningin fyrir lífinu, Guði?
Hér hafa söfnuðir þjóðkirkjunnar mikið verk að vinna að styðja heimilin og stuðla að
því sem einkum má verða til stuðnings og eflingar mannlegu samfélagi.
Hlutverk safnaðanna er að væða og virkja og uppörva fólk til að lifa í trú, von og
kærleika, sem er ekki orðin ein heldur lifað líf, viðmót, lífsafstaða. Trúaruppeldi
heimilanna, vitnisburður einstaklingsins, lifandi guðsþjónusta, kærleiksþjónusta og
fræðsla sóknarkirknanna, þetta eru homsteinar kirkjubyggingar framtíðarinnar. Það er
eins og frumur í þjóðarlíkamanum, hinn sýnilegi söfnuður á hverjum stað um orð
Guðs og borð og þjónustu við náungann, sem hafa áhrif til góðs og blessunar langt út
fýrir sínar raðir.
Guðsþjónusta, kærleiksþjónusta og fræðsla eru meginþættir safnaðarstarfsins.
Eflum guðsþjónustuna að þar hafi allir tækifæri til að taka undir í söng og gefist
kostur á virkri trúartjáningu og tilbeiðslu. Bamaguðsþjónustur og
fjölskylduguðsþjónustur em mikilvæg tæki til trúamppeldis. Við þurfum að opna
kirkjumar og greiða veg andlegri endurnýjun í kirkjunni með því að auka
möguleika á kyrrð og sálgæslu.
Önnur grunnstoð safnaðarlífsins er kærleiksþjónustan, díakonían. Stefnum að því
að sérhver söfnuður verði samfélag umhyggju og kærleika. Kærleiksþjónusta
safnaðanna sé efld, aukinn gaumur gefmn að hag þeirra sem halloka fara í
samfélaginu, heimsóknarþjónusta verði aukin og húsvitjanir í söfnuðunum og aðild
sókna að starfi Hjálparstofnunar kirkjunnar og kristniboði aukin til muna. Einnig ber
að styrkja eftirfýlgd og sálgæslu við þá sem eiga um sárt að binda. Vinna skal að því
að djáknar verði ráðnir sem víðast í fjölmennari sóknum og að prófastdæmi
sameinist um að ráða djákna til að samhæfa sérþjónustuna og kærleiksþjónustuna í
héraðinu.
Með fræðslu er átt við boðunina í víðasta skilningi. Prédikunin er einhver allra
mikilvægasta boðmiðlun kirkjunnar og er afar mikilvægt að hefja hana til vegs í
kirkjunni, en jafnhliða er brýnt að söfnuðurinn veiti markvissa fræðslu til þroska og
16