Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 22
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
eflingar í trú, von og kærleika, sjái til þess að þeim sem skírðir eru sé veitt kristið
uppeldi og íræðsla, læri að biðja og verða handgengin heilagri ritningu, og hljóti
leiðsögn, uppörvun og stuðning til að lifa trú sína í daglegu lífi og starfi. Leshópar í
söfnuðum, fræðslustarf á vegum prófastdæmanna og Leikmannaskóla kirkjunnar, allt
eru þetta mikilvægir þættir í fræðslu kirkjunnar. Hér skal og minna á nauðsyn þess að
mennta leiðtoga í æskulýðsstarfi safhaðanna. Þótt æskulýðsstarf sé víða blómlegt þá
verður að viðurkennast að það er víðast homreka í söfnuðum þjóðkirkjunnar.
Heitið sókn hefur venjulega verið í merkingunni það fólk sem á sókn að kirkju. Ég
vil sjá það sem herhvöt um sókn kirkjunnar út til að opna nýjar leiðir, neyta nýrra
sóknarfæra, ryðja nýjar brautir, byggja nýjar brýr í hlýðni við boð ffelsarans: "Farið!
og gjörið allar þjóðir að lærisveinum!" Sóknarfæri kirkjunnar eru mörg í nútíma
þjóðfélagi. Kallað er eftir atbeina hennar á svo mörgum sviðum. Þau færi er
mikilvægt að nýta. Og til þess verðum við að vinna markvisst að meðvitundareflingu
starfsfólk safnaðanna: að það finni sig hluta heildar sem vinnur að sama marki, að
samkenndin eflist með hinni almennu kirkju jafnt í Grafarvogi, “Súdan og
Grímsnesinu.”
Prestsþjónustan.
Prestsembættið sprettur upp úr hinum almenna prestsdómi allra skírðra, sem kallaðir
eru til að þjóna Drottni og vitna um hann í lífi sínu, orðum og verkum. Prestur er
sendur af kirkjunni til að vera þjónn og hirðir safnaðarins, leiða helgihald, boða orð
Guðs opinberlega í prédikun guðþjónustunnar og annarra helgra athafna og í einrúmi
sálgæslu og skrifta. Prestur er kallaður til að laða fólk til trúar og leiða söfnuðinn að
lindum orðs og sakramenta og styrkja með guðs-þjónustu, fræðslu og
kærleiksþjónustu vitnisburð kirkjunnar um náð Guðs og návist.
Við skulum vinna að því að menntun, starfsþjálfun og símenntun verði efld í
samvinnu við Guðfræðideild Háskóla Islands og Skálholtsskóla. Sálgæsla og
reglubundin faghandleiðsla verði tryggð öllum prestum. Til að tryggja að prestar
geti sinnt þjónustunni heilir og óskiptir skal hlúð að starfsaðstöðu þeirra. Unnið skal
að því að styrkja Prestsetrasjóð og að prestum sé búin sem best starfsaðstaða og
húsnæði. Stefnt skal að því að prestar í afskekktum og tekjulágum prestaköllum njóti
húsnæðis án endurgjalds.
Sérþjónustan og sálgæslan á sjúkrastofnunum er dýrmætur vaxtarbroddur í lífí
kirkjunnar. Ber að hlúa að því starfi og uppörva stofnanir að ráða sérmenntaða presta
og djákna til starfa, og hvetja presta til að leita sér sérmenntunar í sálgæslu. Við
þurfum að vinna að því að slíkt nám verði að veruleika hér á landi. Efla ber tengsl
sérþjónustunnar við frumþjónustu sóknanna.
Biskupsembættið.
er tákn samhengis hinnar almennu kirkju og þess hlutverks að hún er send til að
boða, skíra, kenna, og reyna návist frelsarans. Biskup veitir leiðsögn lífi og
vitnisburði kirkjunnar og er hirðir presta hennar og safnaða.
Biskupi ber að efla og veija einingu kirkjunnar, tjá sameiginlega ábyrgð kirkjunnar í
samtíðinni og efla og styrkja sóknir og söfnuði í þjónustu þeirra:
17