Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 23
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
Með því að vígja og senda presta og djákna
Með því að hafa tilsjón með prestum og söfhuðum og stofhunum kirkjunnar með
reglubundnum vísitasíum og heimsóknum.
Með því að styðja, uppörva, samstilla alla góða krafta í kirkjunni til góðra verka.
Með því að boða orðið, biðja fyrir, leiðbeina og veita umhyggju prestum og
söfhuðum kirkjunnar.
Með því að koma fram fyrir hönd kirkjunnar út á við.
Um málefni Biskupsstofu hefur oft verið fjallað á kirkjuþingi. Nýgerður samningur
við ríkisvaldið styrkir stöðu Biskupsstofu og gerir henni kleift að sinna betur
verkefnum sínum sem embættisskrifstofa biskups og skrifstofa Kirkjuráðs.
Biskupsstofa veitir kirkjunni, sóknum og söfnuðum, prestum og öðru starfsliði,
þjálfun, símenntun og stoðþjónustu til að það geti eflst í starfi og þjónustu. Eg tel
mikilvægt að á biskupsstofu sé t.d. fulltrúi er annist sérstaklega þjónustu við sóknir
og prófastsdæmi varðandi fjármál, starfsmannamál oþh.
Vígslubiskupar.
Þegar embætti vígslubiskupa voru gerð að föstum stöðum, tengd búsetu á
biskupsstólunum fomu, árið 1990, var lítt mótað hver staða þeirra embætta ættu að
vera innan biskupsdæmis íslands. Hlutverk þeirra var óljóst skilgreint bæði gagnvart
biskupi íslands og próföstum. Ekki hefur verið
vilji fyrir því að skipta biskupsdæminu, þótt lengi hafí verið um það talað. Eg tel að
skipting biskupsdæmisins sé ekki tímabær, hvað sem verður.
Ég tel hins vegar að vígslubiskupar hafi mikilvægu hlutverki að gegna og vildi sjá
stöðu þeirra styrkjast til eflingar hinnar andlegu biskupsþjónustu, tilsjónarembætti
og boðunar kirkjunnar.
Til foma var talað um vald biskupa "in temporalibus" og "in spiritualibus," á sviði
fjármála, eignaumsjár og stjómsýslu annars vegar og á andlegu, pastoral sviði hins
vegar. Segja má að stjómsýslu kirkjunnar sé vel fýrir komið með eflingu kirkjuþings
og kirkjustjómarinnar, sem biskup íslands er um margt samnefhari fýrir, prófastar em
síðan sérstakir umboðsmenn hans og tilsjónarmenn með sóknamefhdum,
kirkjugarðsstjómum, og stjómunarlegum hagsmunum kirkjunnar.
Prófastar eiga að hafa eftirlit með því að prestar og sóknamefndir hlýði fyrirmælum
laga og hafa eftirlit með kirkjufjárhaldi sóknamefnda. Þeir eru og verkstjórar og
samhæfendur þjónustunnar í prófastsdæminu og sjái til þess að sóknarböm njóti
þeirrar þjónustu sem kirkjunni ber að veita
Vígslubiskupar ættu að mínu mati einkurn að hafa tilsjón með helgihaldi, boðun,
fræðslu og kærleiksþjónustu kirkjunnar. Þeir vaki yfir safhaðaruppbyggingunni og
því að stefnumörkun kirkjunnar sé framfýlgt hvað það varðar. Þeir beri og sérstaka
ábyrgð á handleiðslu, símenntun og sálgæslu presta og starfsmanna kirkjuxmar innan
stiftanna. Ég vildi sjá vísitasíur færast af próföstum til vígslubiskupa og jafnvel
innsetning presta í embætti.
Vígslubiskupar komi að deilumálum innan safnaða eftir umsögn prófasts og sé
markað vald til að grípa inn í þar sem vandamál eru.
Vígslubiskupar koma að málum sem snerta kenningu kirkjunnar og helgisiði og
em slík mál undirbúin af biskupafundi áður en þau em lögð fýrir kirkjuþing.
Biskupafundur á einnig að búa þau mál er varða breytingar á skipan sókna og
18