Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 26
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
Ég vil stuðla að því að kristniboð og hjálparstarf verði sett á oddinn af því tilefhi.
Sömuleiðis að aukin áhersla á bænalíf og trúaruppeldi nái til allra heimila og
uppeldisstofnana.
Ég vil beita mér fyrir því að í stað prestastefnu árið 2000 verði haldið “landsþing
kirkjunnar” með öllum prestum og öllum sóknamefndum landsins, og fulltrúum
stofnana kirkju og þjóðar. Þar verði umfram allt hugað að stefnumörkun til framtíðar.
Einnig er rætt um samstarf þjóðkirkjunnar við alþjóðleg samtök, lútherska
heimssambandið, alkirkjuráðið og aðra um ráðstefnu um framtíð mannkyns, trú og
vísindi á tuttugustu og fyrstu öld.
Síðast en ekki síst. Stefnt verður að því að kristnitökuminning verði ekki aðeins
söguleg upprifjun né einstaka flugeldasýningar, heldur stefnumörkun fram til 21.
aldarinnar. Því er eftirfylgd afar mikilvæg.
Ég tel nauðsynlegt að þjóðkirkjan fái starfsmann til að sinna þessum verkefnum
sérstaklega.
Hvað hefur kristindómurinn að gefa?
Síðast liðið sumar var tíbetski trúarleiðtoginn Dalai Lama á ferð um Norðurlönd. I
blaðaviðtali var hann spurður: Hvað hefur kristindómurinn að gefa?
Hann svaraði: “Það sem hefur mest áhrif á mig í kristindóminum er áhrif hans á
samfélagið. Það er augljóst hér á Norðurlöndum þar sem áhrif hans hafa verið svo
sterk. Þess vegna verð ég að segja að ég er hrifmn af því hverju kristindómurinn
hefur komið til leiðar hvað varðar fræðslu, heilsuvemd og umönnun sjúkra og
réttlæti.
En ég sé líka gjá í þessum löndum. Það er gjá milli boðskaparins og breytni
hversdagslífsins. Ef kristindómurinn á að verða trúverðugur þá verður hann að virka í
hversdeginum með því að vera lifaður í kærleika, bræðralagi, umhyggju og
sáttargjörð." Svo mörg vom þau orð, og staðfesta að glöggt er gests augað. Og þetta
er viðfangsefni okkar, að vinna að því að kristin trú verði virk í hversdeginum, heima
í sóknum landsins, samfélagsmótandi, menningarskapandi, mannbætandi afl í
íslensku samfélagi.
Heiðmðu kirkjuþingfulltrúar, lög og starfsreglur, skipulags og fjármál, það em
verkfærin, en ekki markmiðið, það em verkfærin sem kirkjan þarfnast til að styrkja
þjónustuna, efla lífið, stuðla að því að kirkjan vaki, vinni og vitni um Krist og
hjálpræðisorðið hans. Göngum til dagsverksins með gleði, Guð blessi það og
varðveiti kirkju sína.
Vísað til allsheijamefndar.
Frsm. sr. Magnús Erlingsson.
Allsheijamefnd þakkar biskupi ræðu hans við upphaf 30. kirkjuþings.
Með nýjum lögum um stöðu, stjóm og starfshætti hafa orðið kaflaskil í sögu
þjóðkirkjunnar. Kirkjan hefur nú frelsi til að haga sínum innri og ytri málum eins og
hún sjálf álítur best fara á. Aukin ábyrgð hefur því verið lögð á herðar Kirkjuþings,
sem fer með æðsta vald í málefnum hennar innan lögmæltra marka. Þá hefur
21