Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 28
1998
30. KIRKJUÞING
1. mál
Kirkjan þarf að ganga til móts við nýja tíma með opnum huga. Hún þarf að hafa til
að bera djörfung að ryðja nýjum hugmyndum veg, láta það réttlæti, sem Guðs orð
boðar, verða að veruleika. Hún þarf að vera óhrædd að leita nýrra leiða til að koma
boðskap sínum á ffamfæri og bæta þjónustu sína.
Eftirtaldar breytingartillögur á nefndarálitinu voru samþykktar í 2. umræðu:
1. Alls staðar þar sem stendur “allsherjamefnd” komi “kirkjuþing”.
2. Orðin “þó fyrst og fremst” falli niður.
Endanleg gerð nefndarálits.
Kirkjuþing þakkar biskupi ræðu hans við upphaf 30. kirkjuþings.
Með nýjum lögum um stöðu, stjóm og starfshætti hafa orðið kaflaskil í sögu
þjóðkirkjunnar. Kirkjan hefur nú frelsi til að haga sínum innri og ytri málum eins og
hún sjálf álítur best fara á. Aukin ábyrgð hefur því verið lögð á herðar Kirkjuþings,
sem fer með æðsta vald í málefnum hennar innan lögmæltra marka. Þá hefur
fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar verið tryggt með samningum við ríkisvaldið.
Þessu ber að fagna.
Kirkjuþing tekur undir orð biskups um að huga þurfi að innri endumýjun og eflingu
kirkjunnar þannig að hún verði með sanni biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja.
íslenska þjóðkirkjan þarf að sækja ffarn og auka áhrif sín á íslenskt þjóðlíf á 21.
öldinni. Söfhuðimir em hér í lykilhlutverki. Það er þeirra hlutverk að skapa fólki
skilyrði til vaxtar og þroska í trú, sem er ekki orðin ein heldur meðvituð lífsafstaða
fullorðinnar manneskju.
Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að huga vel að skipulagi kirkjunnar. Auka
þarf og bæta starfsmannahald kirkjunnar. Búa þarf öllum prestum góða starfsaðstöðu
og efla möguleika þeirra á símenntun, starfsþjálfun og faghandleiðslu. Sérþjónusta
og sálgæsla á sjúkrahúsum ásamt kærleiks- og líknarþjónustu djákna em dýrmætir
vaxtarbroddar í lífi kirkjunnar. Nauðsynlegt er þó að tengja allt slíkt starf við
frumþjónustu sóknanna. Kirkjuþing telur eðlilegt að öll sérþjónusta tengist prófasti
og héraðsfundi. Prófastsdæmið sé samstarfsvettvangur allra starfsmanna kirkjunnar.
Fé og völd séu í auknum mæli færð heim í prófastsdæmin. Þar með er öll
ákvarðanataka nær vettvangi, sem er ótvíræður kostur í lýðræðislegu samfélagi. Að
þessu verði unnið í skipulagi og starfsreglum á gmndvelli nýrra laga um kirkjuna þar
sem stefnan hefur þegar verið mörkuð.
Island er eitt biskupsdæmi. Við hlið biskups íslands starfa tveir vígslubiskupar, í
Hólastifti og Skálholtsstifti. Vald biskupa er tvíþætt, annars vegar á sviði stjómunar
og hins vegar á andlega sviðinu. Segja má að stjómsýslu kirkjunnar sé vel fyrir
komið með eflingu kirkjuþings og kirkjustjómar, sem biskup Islands er um margt
samnefnari fyrir. Prófastar em síðan sérstakir tilsjónarmenn biskups heima í héraði.
Kirkjuþing álítur æskilegt að vígslubiskupar komi með skýrari hætti að
biskupsþjónustunni og létti þannig verkefnum af herðum biskups Islands. Þjónusta
23