Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 30
1998
30. KIRKJUÞING
2. mál
Skýrsla kirkjuráðs.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. Karl Sigurbjömsson, biskup.
Kirkjuráð hefur haldið 12 fundi frá því að síðasta kirkjuþingi lauk. A síðasta fundi
ársins, 12. des. kvaddi kirkjuráð herra Olaf Skúlason biskup og voru honum tjáðar
þakkir kirkjuráðs fyrir forystu hans í kirkjuráði og á kirkjuþingi um átta ára skeið. Þær
þakkir skulu ítrekaðar hér af alhug.
Kirkjuráð biður honum og frú Ebbu Sigurðardóttur, biskupsfrú blessunar Guðs.
Samtímis herra Ólafi, biskupi hvarf séra Baldur Kristjánsson, biskupsritari frá störfum
um áramót. Kirkjuráð þakkar honum samstarfið sem ritari ráðsins og traustur
samverkamaður.
Á yfirstandandi ári voru haldnir 9 fundir, einn tveggja daga í Skálholti. Fundi
kirkjuráðs sátu gjama auk kirkjuráðsmanna, biskupsritari, skrifstofustjóri
biskupsstofu, sem er framkvæmdastjóri kirkjuráðs, fjármálastjóri biskupsstofu og
lögfræðingur kirkjuráðs. Einnig sátu vígslubiskupar aðalfund og undirbúningsfund
kirkjuþings og fundi er mál er snertu embætti þeirra og biskupsstólanna voru á
dagskrá.
Kirkjuráð þakkar samstarfsfólki öllu og starfsliði Biskupsstofu ffábær störf og
samskipti.
Störf kirkjuráðs hafa borið þess merki að þjóðkirkjan gengur í gegnum mikla
umbrotatíma og endurskipulagningar. Lög um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar gengu í gildi um s.l. áramót og þetta árið hefur verið um margt
millibilsástand hvað varðar lög og reglur kirkjunnar. Vinna við samningu starfsreglna,
kynningu þeirra og ffágang hefur verið ærin. Þar hefur kirkjuráð notið krafta
Guðmundar Þórs Guðmundssonar, lögfræðings kirkjuráðs. Fádæma dugnaður hans og
eljusemi, glöggskyggni og yfirsýn, ásamt trúmennsku og samviskusemi hefur verið
kirkjunni ómetanlegt í þessu vandasama verki. Það skal þakkað í nafni kirkjuráðs sem
og þeim mörgu sem hafa lagt hug og hönd að verki, en þau em fjölmörg.
Nú em tilbúnir 16 bálkar starfsreglna sem lagðir verða ffam á Kirkjuþingi. Þeir em:
1. Um kjör til kirkjuþings og þingsköp.
2. Um stöðu, starf og starfshætti sóknamefnda.
3. Um skiptingu starfa í prestaköllum þar sem fleiri en einn prestur er.
4. Um val á presti.
5. Um starfsskyldur presta,
6. Um sérþjónustupresta.
7. Um djákna.
8. Um prófasta.
9. Um héraðspresta.
10. Um héraðsfundi og héraðsnefhdir.
11. Um leikmannastefnu.
12. Um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma.
13. Um þjálfun prestsefna.
14. Um íslensku þjóðkirkjuna erlendis.
15. Um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar.
25