Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 90
1998
30. KIRKJUÞING
3. mál
Vísað til fjárhagsnefndar.
Frsm. Helgi K. Hjálmsson.
Nefndin leggur eftirfarandi til við kirkjuþing:
1. Að þeir ársreikningar ársins 1997 um einstaka sjóði, stofhanir og viðfangsefni kirkjunnar
sem íjárhagsnefnd hefur fengið til umfjöllunar verði afgreiddir án athugasemda.
2. Að fjárhagsáætlanir kirkjunnar fyrir árið 1999 verði afgreiddar eins og þær voru lagðar fyrir
fjárhagsnefhd, án athugasemda.
3. Að ársreikningur prestssetrasjóðs 1997 verði samþykktur svo og fjárhagsáætlun sjóðsins
fyrir árið 1999.
4. Að eftirfarandi tillögum verði beint til kirkjuráðs:
a. Fjárhagsáætlun fyrir kirkjuna í heild og einstök viðfangsefni hennar verði lögð fyrir
kirkjuþing til umfjöllunar.
b. Að kirkjuráð endurskoði fjárhagsáætlanir m.t.t. samþykkta kirkjuþings.
c. Þeirri stefnu verði fylgt við úthlutun úr sjóðum kirkjunnar að Kristnisjóður verði
gegnumstreymissjóður fyrir starf kirkjunnar. Kirkjumálasjóður kosti eftir því sem
við verður komið rekstur kirkjunnar og Jöfnunarsjóður sókna styrki safnaðarstarf.
Til að þetta nái ffam verði óskað eftir svohljóðandi lagabreytingu við lög nr.
91/1987 um Jöfnunarsjóð sókna:(Viðbót við 4. gr.)
“Heimilt er að veita fé til sérstakra annarra verkefna, enda samþykki kirkjuþing þau
samkvæmt tillögu kirkjuráðs. ”
I samræmi við skýrslu kirkjuráðs er nauðsynlegt að reglugerð nr. 206/1991 um
Jöfnunarsjóð sókna verði breytt varðandi tímamörk umsókna um úthlutanir úr
sjóðnum.
1. Stefnt verði að því að úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna fari að hluta ffam í héraði t.d. í
gegnum héraðssjóði, í samræmi við rammafjárveitingu kirkjuráðs sem geti verið til
nokkurra ára í senn.
2. Könnuð verði myndun sjálfseignarstofnunar kirkjunnar um fasteignir hennar, biskupsgarð
og húseignina á Laugavegi 31, Reykjavík. Jafnffamt heimili kirkjuþing kirkjuráði að selja
húseignina að Laugavegi 31, Reykjavík, ef hagstætt þykir.
3. Að unnið verði áffam eftir stefiiumörkun kirkjueignanefndar eins og hún kemur ffam í
skýrslu hennar til kirkjuþings.
Greinargerð.
Reikningar Kristnisjóðs, Jöfhunarsjóðs sókna og Kirkjumálasjóðs fyrir árið 1997 voru yfirfamir
og ekkert fundið athugavert. Á fundi fjárhagsnefndar kom Sigríður Dögg Geirsdóttir,
fjármálastjóri. Hún svaraði fýrirspumum og lagði ffam svar við fyrirspum um framlög
ríkissjóðs til Kristnisjóðs 1994 - 1997.
Lagðar fram fjárhagsáætlanir af Sigríði Dögg Geirsdóttur, fjármálastjóra:
1. Kirkjumálasjóður, rekstraráætlun og greiðsluáætlun.
2. Kirkjumálasjóður, kirkjuþing.
3. Prestssetrasjóður, fjárhagsáætlun.
85