Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 91
1998
30. KIRKJUÞING
3. mál
4. Kristnisjóður, rekstraráætlun, greiðsluáætlun og rekstaryfirlit.
5. Jöfnunarsjóður sókna, rekstraráætlun og greiðsluáætlun.
6. Biskup íslands, útdráttur úr frumvarpi til fjárlaga 1999.
Tekin var fyrir og rædd skýrsla Ríkisendurskoðunar, “Endurskoðun Kirkjustofnana árið 1997”.
Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri og Guðmundur Þór Guðmundsson, lögfræðingur
kirkjuráðs svöruðu spumingum nefndarmanna varðandi athugasemdir sem frarn komu í
skýrslunni. í niðurstöðu skýrslunnar stendur “ Bókhald embætta og sjóða var almennt vel fært
og frágangur skjala góður.” Ennfremur er bent á að umsvif fjármála hjá Biskupsstofu hafa
aukist jafnt og þétt milli ára og leggur Ríkisendurskoðim til að Biskupsstofa skoði kosti þess að
fjárfesta í bókhaldskerfi sem gefi fjármálastjóra enn betri yfirsýn yfir fjármálin og
§ ármálastýringu.
Lagðir voru fram eftirtaldir reikningar:
1. Biskupsstofa. Ýmsir vörslusjóðir. Ársreikningur 1997. í vörslu Biskupsstofu eru 45 sjóðir
sem henni hafa verið afhentir til vörslu og ráðstöfunar í samræmi við tilgang gefenda sem
nánar er lýst í skipulagsskrám eða gjafabréfum. Af þessum 45 sjóðum hafa 15 staðfesta
skipulagsskrá en 30 hafa ekki hlotið staðfestingu viðkomandi stjómvalda. A árinu 1997
vom vaxta- og íjármunatekjur sjóðanna samtals 4.778 þúsund kr. en úthlutað var styrkjum
að fjárhæð 3.195 þús. kr. Eigið fé sjóðanna nam í árslok 1997 63.835 þús. króna. Biskup og
fjármálastjóri Biskupsstofu staðfestu samantekinn ársreikning vörslusjóða fýrir árið 1997
með undirritun sinni. Áritaðir af ríkisendurskoðanda.
2. Ehnn almenni kirkjusjóður. Ársreikningur 1997. Tekjuafgangur nam 340 þúsundum króna.
Eigið fé nam 8.047 þús kr., Reikningurinn er áritaður af stjómendum og endurskoðaður af
ríkisendurskoðun.
3. Kirkjugarðasjóður. Ársreikningur 1997. Á árinu 1997 námu gjöld umffam tekjur hjá
Kirkjugarðasjóði skv. rekstrarreikningi 18.2 milljónum króna. Rekstrartekjur lækkuðu um
1.2 milljónir króna eða um 3.5%. Rekstarargjöld hækkuðu um 4.1 milljónir króna eða um
8.2%. Eigið fé samkvæmt efhahagsreikningi nam 53.8 milljónum króna, sem er 16.9
milljóna króna lækkun frá árinu á undan. Reikningurinn er staðfestur af stjóm og
endurskoðaður af ríkisendurskoðun.
4. Kirkjubyggingasjóður. Ársreikningur 1997. Á árinu 1997 var tekjuafgangur af rekstri
Kirkjubyggingasjóðs samkvæmt rekstrarreikningi 7.4 milljónir króna. Fjármunatekjur námu
11.2 milljónum króna, hækkuðu um 1 milljón króna eða um 10.2%. Eigið fé samkvæmt
efnahagsreikningi nam 106.2 milljónum króna sem er 9.4 milljóna króna hækkun ffá árinu á
undan. Veitt vom tvö ný lán samtals að fjárhæð 9 milljónir króna. Reikningurinn er
staðfestur af stjóm og endurskoðaður af ríkisendurskoðun.
5. Biskupsstofa. Ársreikningur 1997. Á árinu 1997 nam tekjuhalli Biskupsstofu um 5.6
milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Rekstrartekjur ásamt framlagi ríkissjóðs
hækkuðu um 48.5 milljónir króna milli ára eða um 9%. Rekstrargjöld hækkuðu um 43.9
milljónir króna eða um 8%. Neikvætt eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi nam 7.7
milljónum króna í árslok 1997. Reikningurinn er staðfestur af stjóm og endurskoðaður af
ríkisendurskoðun.
6. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Ársreikningur 1997. Á árinu 1997 varð tekjuafgangur af
rekstri embættis Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Samkvæmt rekstrarreikningi nam hann 68
þús. kr. Rekstrartekjur námu 20.256 þús. kr. þar af var ffamlag Kirkjumálasjóðs 15.898 þús.
kr. Rekstrargjöld námu 20.225 þús. kr. Reikningurinn er staðfestur af stjóm og
endurskoðaður af ríkisendurskoðun.
7. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar. Ársreikningur 1997. Á árinu 1997 varð tekjuafgangur af
rekstri Fjölskylduþjónustunnar 960 þús kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Tekjur lækkuðu um
562 þús. kr. ffá fyrra ári eða um 4.7 % en rekstrargjöld hækkuðu um 199 þús. kr. eða um
86