Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 126
1998
30. KIRKJUÞING
5. mál
5. Sóknamefnd sér til þess að viðunandi húsnæði og búnaður sé til
guðsþjónustuhalds og annars safnaðarstarfs í sókninni.
6. Sóknamefnd sér um að kirkju, búnaði hennar og safhaðarheimili sé haldið vel við.
7. Sóknamefhd gætir að réttindum kirkju, að því leyti sem þau heyra undir nefndina,
hefur umsjón með öllum fjármunum sóknar, kirkju og safnaðarheimilis, gætir þess
að vörslur þeirra séu tryggar og að fé sé ávaxtað á hagkvæman hátt.
8. Sóknamefnd vemdar skráða kirkjugripi og minningarmörk, sbr. 4. kafla
þjóðminjalaga nr. 88 29. maí 1989.
9. Sóknamefnd sér til þess að starfsemi, rekstur og bókhald sé jafnan í góðu horfi,
samkvæmt lögum, starfsreglum þessum og ákvörðunum aðalsafnaðarfundar og að
gætt sé hagkvæmni í hvívetna.
10. Sóknamefnd gerir árlega rekstraráætlun sóknar fyrir hvert almanaksár í sexm.
11. Sóknamefnd ræður starfsmenn sóknar, sbr. 5. kafla starfsreglna þessara.
III. Starfshættir sóknarnefnda.
Almennt.
4. gr.
Sóknamefnd ber að sinna verkefnum sínum og halda uppi starfsemi á grundvelli
samþykktrar rekstraráætlunar hvers árs, sbr. 25. gr. Henni ber að haga útgjöldum
sóknarinnar samkvæmt því sem rekstraráætlun heimilar og er óheimilt að víkja frá
því, sbr. þó 13. og 14. gr.
Rekstraráætlun.
5. gr.
Sóknamefnd, í samráði við sóknarprest og prest ef því er að skipta, skal gera
rekstraráætlun fyrir hvert almanaksár. Rekstraráætlun skal greina glögglega áætlaðar
tekjur sóknar og gjöld. Rekstraráætlun skal gera ráð fyrir að tekjuafgangur verði í
árslok, er nemi ekki lægri fjárhæð en 2% af tekjum. Rekstraráætlun skal miða við að
sókn geti ávallt staðið í skilum með allar íjárskuldbindingar og gjöld. Rekstraráætlun
fylgi skýringar á meginatriðum hennar.
Hún skal lögð fram á safnaðarfundi til kynningar og samþykktar. Rekstraráætlun
öðlast gildi þegar hún hefur verið samþykkt á safnaðarfundi.
Greiðsluáætlun.
6. gr.
Sóknamefnd skal gera greiðsluáætlun fyrir hvert almanaksár. Greiðsluáætlun skal
greina glögglega innborganir og útborganir á árinu. Greiðsluáætlun fylgi skýringar á
meginatriðum hennar.
Framtíðarfjárskuldbindingar.
7. gr.
Með framtíðarfjárskuldbindingu í starfsreglum þessum er átt við hveija þá
íjárskuldbindingu, sem sókn tekst á hendur, sem leiðir til greiðsluskyldu sem hvílir á
sókn til a.m.k. sex mánaða eða lengur, frá því að til skuldbindingar er stofnað. Sama á
við um skuldbindingu sem felst í eingreiðslu í ffamtíðinni.
121