Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 148
1998
30. KIRKJUÞING
6. mál
sóknamefndum, eða stofriun sem prestur vinnur hjá, ef því er að skipta. Einnig getur
prestur, sem vinnur að einhveiju leyti með hlutaðeigandi presti, óskað breytingar.
11. gr.
I erindisbréfi prests skal, eftir því sem við getur átt, greina eftirfarandi atriði svo
glögglega sem verða má:
a) skyldu prests til viðveru og bakvakta
b) messuskyldu í sóknarkirkjum og kapellum í prestakalli
c) skyldu til að færa lögboðnar embættisbækur, skrár og til að sinna lögboðinni
skjalagerð vegna embættisins
d) skyldu til að eiga frumkvæði að og taka þátt í gerð starfs-, rekstrar - og
fjárhagsætlana sóknar samkvæmt starfsreglum þar um
e) skyldu til hagsmunagæslu vegna prestsseturs og samstarfs við stjóm
prestssetrasjóðs, sbr. 1. nr. 137 31. desember 1993, ef prestur nýtur prestsseturs
f) skyldu til aukaþjónustu og afleysingaþjónustu
g) fasta viðtalstíma prests að lágmarki
h) skyldu til að sinna aukaverkum og undirbúningi þeirra
i) ákvæði um helgistundir og vitjanir á sjúkrastofhanir og sambýli á vegum
heilbrigðisþj ónustunnar
j) ákvæði um önnur verk ótalin sem nauðsynlegt eða eðlilegt þykir að sinna.
12. gr.
Rísi ágreiningur um túlkun á erindisbréfi, geti prestur ekki sætt sig við erindisbréf eða
sé ekki fallist á beiðni um breytingar á erindisbréfi má vísa málinu til úrskurðar
biskups. Sá er krefst úrskurðar skal gera skriflega grein fýrir máli sínu og kröfum sem
hann hefur uppi. Biskup aflar umsagnar allra hlutaðeigandi og óskar gagnkrafna ef
einhveij'ar em. Biskup úrskurðar að því búnu um ágreininginn.
II. Um val og veitingu prestsembætta.
Auglýsingar.
13. gr.
Biskup Islands skal auglýsa laust embætti í Lögbirtingablaði og á öðrum opinberum
vettvangi og skal umsóknarfrestur ekki vera skemmri en fjórar vikur frá útgáfudegi
blaðsins. Beri auglýsing ekki árangur skal embættið auglýst að nýju. Skal að jafnaði
auglýsa innan þriggja mánaða frá birtingu fýrri auglýsingar skv. 1. mgr., en ef
sérstaklega stendur á, má fresta að auglýsa um allt að ár í senn. Beri auglýsing ekki
árangur skal auglýsa að nýju samkvæmt ákvæðum 3. og 4. ml.
I auglýsingu skal eftirtalið koma ffarn:
a) hver skipi í embættið eða ráði til starfans, frá hvaða tíma og til hve langs tíma
b) hver skipunar- eða ráðningarkjör em
c) hvort prestssetur fýlgi - og ef svo er - að það sé með þeim réttindum og skyldum
sem því fylgi að lögum
d) hvort lögð sé sérstök áhersla á hæfhi umsækjenda til að sinna tilteknum þáttum
safnaðarstarfs
143