Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 151
1998
30. KIRKJUÞING
6. mál
24. gr.
Hver sá, sem kæra vill að einhvem vanti á kjörskrá eða sé ofaukið þar, þarf að hafa
afhent kjörstjóm kæm sína, ásamt rökum og gögnum máli sínu til stuðnings, eigi síðar
en tveimur vikum fyrir kjördag. Sé kæran um það að einhver sé á skrá tekinn sem
ekki hafi rétt til að standa þar skal kjörstjóm senda þeim sem yfrr er kært eftirrit af
kærunni.
Aðfmnslum þeim við kjörskrána, sem fram em komnar, skal kjörstjóm úrskurða í
síðasta lagi viku fyrir kjördag. Skal gefa þeim, er kæran varðar, kost á að tjá sig og
koma að gögnum áður en kæran er úrskurðuð.
25. gr.
Úrskurði kjörstjómar má kæra til yfirkjörstjómar þjóðkirkjunnar, sbr. starfsreglur um
kjör til kirkjuþings og þingsköp. Hún skal hafa úrskurðað fram komnar kærur degi
fyrir kjördag. Eftir þetta verður engin breyting gerð á kjörskránni.
26. gr.
Á kjörskrá skal taka þá sem vom í íslensku þjóðkirkjunni og áttu lögheimili í
prestakallinu 1. desember næstan á undan og hafa náð 16 ára aldri þegar kosning fer
fram.
27. gr.
Þeir sem staddir em eða gera ráð fyrir að vera staddir utan sinnar sóknar þegar
kosning fer fram og af þeim sökum geta ekki sótt kjörfund hafa heimild til að greiða
atkvæði utan kjörfundar.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá kjörstjóm og getur hún hafist þá er tvær
vikur em til kjördags.
Kjörstjóm auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fari fram.
Heimilt er að binda atkvæðagreiðslu við ákveðinn tíma á degi hverjum, þó eigi
skemur en klukkustund. Tilgreina skal í fundargerðabók hveijir greiði atkvæði utan
kjörfundar.
Kjörstjóm ákveður gerð atkvæðaseðla fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og
kveður nánar á um framkvæmd hennar.
28. gr.
Talning atkvæða fer fram hjá kjörstjóm er hún hefur fengið öll kjörgögn í hendur.
Kjörstjóm tilkynnir biskupi úrslit kosningar og sendir honum afrit úr gerðabók.
Ef um embætti sóknarprests er að ræða sendir biskup kirkjumálaráðherra úrslit
kosningar.
29. gr.
Hafi helmingur kjósenda í prestakallinu greitt atkvæði og fái einhver umsækjenda
meiri hluta greiddra atkvæða er kosningin bindandi og skal skipa þann umsækjanda í
embættið. Að öðmm kosti ákvarðar ráðherra eða biskup hvem skuli skipa, að
fenginni umsögn valnefndar prestakallsins um umsækjendur.
Nú er aðeins einn umsækjandi í kjöri og fer þá fram kosning með sama hætti.
Kjósendur, sem hafna vilja honum, skila auðum atkvæðaseðli.
146