Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 164
1998
30. KIRKJUÞING
7. mál
Almennar kosningar til embættis sóknarpresta.
9. gr.
Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbama í prestakallinu þess, áður en
auglýstur umsóknarfrestur um laust embætti sóknarprests er liðinn, að almennar
prestskosningar fari fram í prestakallinu er skylt að verða við því. Skrifleg ósk um
kosningar verður að hafa borist biskupi innan tilskilins frests.
Fjöldi atkvæðisbærra manna miðast við þá sem eru skráðir í þjóðkirkjuna í
prestakallinu samkvæmt þjóðskrá 1. desember næstan á undan. Ef ágreiningur rís um
hvort almenn kosning eigi að fara fram úrskurðar yfirkjörstjóm þjóðkirkjunnar, sbr.
starfsreglur um kjör til kirkjuþings og þingsköp, um það.
10. gr.
Jafnskjótt og biskup hefur fengið í hendur óskir frá lögboðnum fjölda atkvæðisbærra
manna í prestakallinu um almenna kosningu, sbr. 12. gr., skal hann tilkynna kjörstjóm
um ffamkomnar óskir. Kjörstjóm við kirkjuþingskjör, sbr. starfsreglur um kjör til
kirkjuþings og þingsköp, er jafhframt kjörstjóm við almennar prestskosningar.
Kjörstjóm getur kvatt prófast sér til liðsinnis við framkvæmd kosninga samkvæmt
reglum þessum. Biskupsstofu ber að láta kjörstjóm í té nauðynlega aðstöðu og
þjónustu svo kjörstjóm geti rækt starfa sinn.
11. gr.
Kjörstjóm ákveður hvenær kosning skuli fara fram og annast prentun kjörseðla. Á
kjörseðla skal prenta nöfn umsækjenda í stafrófsröð.
Kjörstjóm auglýsir hvenær og hvar kosning skuli fara fram og hverjir séu í kjöri. í
prestakalli, þar sem em fleiri en ein sókn, skal kosning fara fram í öllum sóknum á
sama degi.
Sóknamefndum er heimilt að sameinast um kjördeild, að fengnu samþykki
kjörstjómar.
12. gr.
Kjörstjóm annast gerð kjörskrár í hverri sókn. Skal hún lögð fram eigi síðar en
fjórum vikum fyrir kjördag.
Kjörskrá skal liggja frammi til sýnis hið minnsta í tvær vikur á hentugum stað er
kjörstjóm auglýsir samkvæmt því sem venja er að birta opinberar auglýsingar á þeim
stað.
13. gr.
Hver sá, sem kæra vill að einhvem vanti á kjörskrá eða sé ofaukið þar, þarf að hafa
afhent kjörstjóm kæm sína, ásamt rökum og gögnum máli sínu til stuðnings, eigi síðar
en tveimur vikum fýrir kjördag. Sé kæran um það að einhver sé á skrá tekinn sem
ekki hafi rétt til að standa þar skal kjörstjóm senda þeim sem yfir er kært eftirrit af
kæmnni.
159