Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 169
1998
30. KIRKJUÞING
8. mál
10. gr.
í erindisbréfi prests skal, eftir því sem við getur átt, greina eftirfarandi atriði svo
glögglega sem verða má:
a) skyldu prests til viðveru og bakvakta
b) messuskyldu í sóknarkirkjum og kapellum í prestakalli
c) skyldu til að færa lögboðnar embættisbækur, skrár og til að sinna lögboðinni
skjalagerð vegna embættisins
d) skyldu til að eiga frumkvæði að og taka þátt í gerð starfs-, rekstrar - og
greiðsluáætlana sóknar samkvæmt starfsreglum þar um
e) skyldu til hagsmunagæslu vegna prestsseturs og samstarfs við stjóm
prestssetrasjóðs, sbr. 1. nr. 137 31. desember 1993, ef prestur n>tur prestsseturs
f) skyldu til aukaþjónustu og afleysingaþjónustu
g) fasta viðtalstíma prests að lágmarki
h) skyldu til að sinna aukaverkum og undirbúningi þeirra
i) ákvæði um helgistundir og vitjanir á sjúkrastofhanir og sambýli á vegum
heilbrigðisþj ónustunnar
j) ákvæði um þátttöku - og samveru - með sérstökum hópum t.d. foreldrum,
öldruðum eða bömum
k) ákvæði um bama - og æskulýðsstarf
l) ákvæði um samveru með þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu að höfðu
samráði við hlutaðeigandi heilbrigðisyfirvöld
m) ákvæði um fræðslu
n) ákvæði um liðveislu við kristniboð
o) ákvæði um - þátttöku í, aðstoð við - eða liðveislu við aðra starfsemi á vegum
safnaðar en nefnd hefur verið, svo og hópa ef því er að skipta, sem óska eftir
samstarfi og/eða aðstoð
p) ákvæði um stuðning og aðstoð til handa félögum á vegum safnaðar eða kirkju s.s.
kvenfélögum eða vináttufélögum
q) ákvæði um samskipti við aðra aðila innan kirkjunnar eða á erlendum vettv;angi ef
því er að skipta
r) ákvæði um önnur verk ótalin sem nauðsynlegt eða eðlilegt þykir að sinna.
11. gr.
Risi ágreiningur um túlkun á erindisbréfi, geti prestur ekki sætt sig við erindisbréf eða
sé ekki fallist á beiðni um breytingar á erindisbréfi má vísa málinu til úrskurðar
biskups. Sá er krefst úrskurðar skal gera skriflega grein fyrir máli sínu og kröfum sem
hann hefur uppi. Biskup aflar umsagnar allra hlutaðeigandi og óskar gagnkrafna ef
einhverjar eru. Biskup úrskurðar að því búnu um ágreininginn.
12. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru skv. heimild í 35., 39., 43. og 59. gr. laga um stöðu,
stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78 1997, öðlast gildi 1. janúar 1999.
Ákvæði til bráðabirgða.
Ljúka skal gerð erindisbréfa fyrir presta fyrir lok ársins 2000.
Mál þetta var sameinað 6. og 7. máli, svo og 12. máli og vísast til gerða 6. máls.
164