Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 170
1998
30. KIRKJUÞING
9. mál
Drög að
starfsreglum um sérþjónustupresta.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. sr. Hreinn Hjartarson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir eftirfarandi drög að starfsreglum um sérþjónustupresta.
Greinargerð.
Nefnd á vegum kirkjuráðs samdi drög að starfsreglum um sérþjónustupresta og
djákna. I nefhdinni voru sr. Sigfmnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur, Kristján Búason
dósent við guðfræðideild Háskóla íslands og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni,
ffæðslufullrúi á biskupsstofu. Vegna dvalar erlendis tók Kristján ekki þátt í
lokaffágangi draganna. Nefndin skilaði drögum að starfsreglum um sérþjónustupresta
og djákna sem einum samfelldum bálki. Kirkjuráð ákvað hins vegar að skipta
bálknum upp í tvo bálka, annan um sérþjónustpresta og hinn um djákna, til samræmis
við aðra skipan starfsreglubálka og leggja þá að svo fömu fyrir kirkjuþing.
Sérþjónustuprestar em að sjálfsögðu hluti af þjónandi prestum þjóðkirkjunnar, sbr. 33.
gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Af því leiðir að
starfsreglubálkur um þá er ffemur til að skipa málefnum er varða sérþjónustupresta
sérstaklega, en að öðm leyti er unnt að vísa til starfsreglna sem binda presta almennt.
Þá er það sérstakt við sérþjónustupresta að formlegur vinnuveitandi þeirra getur verið
utan við þjóðkirkjuna, ef svo má segja. Af því leiðir m.a. að gera þarf sérstaka skipan
á varðandi ráðningu þeirra, þannig að hlutaðeigandi vinnuveitendur eigi þar hlut að
máli. Regludrögin ættu að öðm leyti að skýra sig sjálf.
1. gr. Um almennar starfsskyldur sérþjónustupresta fer eftir ákvæðum starfsreglna um
starfsskyldur presta eins og við getur átt.
2. gr. Biskup Islands auglýsir lausar stöður sérþjónustupresta. Um auglýsingar fer
eftir ákvæðum starfsreglna um val á sóknarpresti og presti, eins og við getur átt.
3. gr. Vinnuveitandi sérþjónustuprests telst vera sú stofnun sem ræður hann til
starfans eða félagasamtök. Biskup Islands setur sérþjónustuprestum ráðningarbréf í
samvinnu við vinnuveitanda hans. í ráðningarbréfi skal tekið fram að um
ráðningarbréf sé að ræða, sem sett er af biskupi á gmndvelli 44. gr. laga um stöðu,
stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Ráðningarbréf er um leið
ráðningarsamningur milli hlutaðeigandi sérþjónustuprests annars vegar og
vinnuveitanda, sbr. 1. ml., hins vegar. Ráðningarsamningur skal vera til allt að fimm
ára í senn, með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarffesti. I
ráðningarsamningnum skal greina eftirfarandi atriði svo glöggt sem verða má:
• samningsaðila þ.e. full nöfn þeirra, kennitölur og lögheimili
• upphaf ráðningartíma
• samningstíma
165