Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 171
1998
30. KIRKJUÞING
9. mál
• ákvæði um þriggja mánaða reynslutíma við upphaf starfs með gagnkvæmum eins
mánaðar uppsagnarfresti á meðan
• að hvor samningsaðila um sig geti - að liðnum reynslutíma - sagt samningnum
upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti
• að tilkynna skuli biskupi um uppsögn samnings
• að uppsögn skuli vera skrifleg og miðast við næstu mánaðarmót
• lýsingu á starfinu þ.m.t.starfsskyldum, sbr.ákvæði starfsreglna um starfsskyddur
presta
• hver sé næsti yfnmaður
• ákvæði um vinnutíma
• í hvaða lífeyrissjóð skuli greitt
• ákvæði um sumarleyfí
• ákvæði um veikindi starfsmanns
• íyrirkomulag launagreiðslna
• kirkjuaga, sbr. 33. gr., 11. gr., 12. og 13. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997
• önnur atriði er varða starfið sérstaklega og nauðsyn krefur að greind séu, svo sem
um nánari tilhögun vinnunnar, skyldu til yfindnnu, aðstöðu og tæki er
vinnuveitandi leggur til o. fl.
4. gr. Sérstaklega tilkvödd hæfnisnefnd veitir umsögn um þá sem sækja um embætti
sérþj ónustuprests.
Nefndin er skipuð þremur mönnum og þremur til vara. Vinnuveitandi skipar einn og
er sá jafhframt formaður. Biskup skipar einn. Vinnuveitandi og biskup hafa samráð
um skipun þriðja nefhdarmannsins og skal þess gætt að hann komi úr röðum
hlutaðeigandi fagsamtaka.
5. gr. Að liðnum umsóknarfresti sendir biskup hæfnisnefnd umsóknir þeirra er sótt
hafa.
6. gr. Hæfnisnefnd kannar hvort umsækjendur uppfylli almenn skilyrði 38. gr. laga nr.
78/1997. Við mat á hæfini umsækjenda skal hæfnisnefnd m.a. líta til menntunar
þeirra, starfsaldurs, starfsreynslu og starfsferils. Sé áskilin sérstök þekking eða
reynsla í auglýsingu um laust embætti eða starf er að öðru leyti mjög sérhæft, skal
meta umsækjendur eftir því hvemig þeir uppfylla þau sérstöku skilyrði. Hæfnisnefnd
aflar þeirra gagna og upplýsinga sem hún telur að öðm leyti þörf og gerir skriflega
umsögn um hæfni allra umsækjenda, sem sendar skulu biskupi. Nefndin raðar
umsækjendum eftir hæfni þeirra, ef því er að skipta. Telji nefndin umsækjendur
jafnhæfa skal þeim umsækjendum skipað jafnfætis. Hæfnisnefhd setur sér nánari
vinnureglur, sem kirkjuþing skal staðfesta.
7. gr. Ef umsækjandi er einn skal nefndin eigi að síður gefa umsögn um hann.
8. gr. Að liðnum umsóknarffiesti sendir biskup umsóknir ásamt umsögnum
hæfnisnefndar til hlutaðeigandi vinnuveitanda, sem ákveður hver skuli ráðinn til
starfans.
166