Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 173
1998
30. KIRKJUÞING
10. mál
Drög að
starfsreglum um þjónustu djákna.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. sr. Hreinn Hjartarson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir eftirfarandi drög að starfsreglum um þjónustu djákna.
Greinargerð.
Nefnd á vegum kirkjuráðs samdi drög að starfsreglum um sérþjónustupresta og
djákna. í nefndinni voru sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur, Kristján Búason
dósent við guðfræðideild Háskóla íslands og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni,
fræðslufullrúi á biskupsstofu. Vegna dvalar erlendis tók Kristján ekki þátt í
lokafrágangi draganna. Nefndin skilaði drögum að starfsreglum um sérþjónustupresta
og djákna sem einum samfelldum bálki. Kirkjuráð ákvað hins vegar að skipta
bálknum upp í tvo bálka, annan um sérþjónustpresta og hinn um djákna, til samræmis
við aðra skipan starfsreglubálka og leggja þá að svo fömu fyrir kirkjuþing.
Fyrirmæli laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 um djákna
erunýmæli. Sambærileg fyrirmæli hafa ekki verið sett áður. Af því leiðir að
fyrirmæli starfsreglna fela einnig í sér nýmæli. Sú leið er farin að hafa bálkinn ffemur
stuttan og einfaldan. Tekið er á meginatriðum í ráðningarsambandi djákna og
vinnuveitanda hans, almennum starfsskyldum djákna, auk þeirra sérstöku atriða sem
eðli málsins samkvæmt þarf að taka á, vegna eðlis starfa djákna. Þá em jafnframt sett
almenn fýrirmæli um starfsþjálfun djáknanema. Að öðm leyti em fyrirmælin til
samræmis við önnur fýrirmæli starfsreglna um presta, eins og við getur átt. Gert er
ráð fyrir að biskup setji djáknum erindisbréf eins og öðrum starfsmönnum
þjóðkirkjunnar.
1. gr. Djákna er skylt að sinna starfi sínu samkvæmt þeirri köllun sem hann hefur
hlotið og vígslubréfi, svo og samkvæmt þeim lögum og reglum sem um starf hans
gilda á hverjum tíma. Enn fremur ber djákna að fara að ákvæðum ráðningarsamnings
og erindisbréfs.
2. gr. Djákna ber að hlýða löglegu boði yfirboðara síns.
3. gr. Djákna ber að viðhalda þekkingu sinni og menntun eftir föngum til að geta
ávallt sem best sinnt starfi sínu.
4. gr. Biskup Islands auglýsir laus störf djákna. Auglýsing skal greina þau atriði sem
getið er um í ákvæðum starfsreglna um val á sóknarpresti og presti eftir því sem við
getur átt. Biskup kannar hvort umsækjendur uppfýlli lögboðin skilyrði til rækslu
starfans. Að liðnum umsóknarffesti sendir biskup umsóknir til hlutaðeigandi
vinnuveitanda (sóknamefndar eða sjúkrastofnunar), sem ákveður, að höfðu lögboðnu
samráði, hver skuli ráðinn til starfans.
168