Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 180
1998
30. KIRKJUÞING
11. mál
þess að reikningamir séu jafnframt sendir biskupsstofu og ríkisendurskoðun og kemur
jafníramt athugasemdum sínum á framfæri við þessa aðila telji hann þess þörf.
Prófastur hefur vörslur og annast gjafa- og líknarsjóði í prófastsdæmi ef því er að
skipta og gerir árlega reikningsskil til ríkisendurskoðunar.
Stjórn kirkjugarða.
16. gr.
Prófastur fer, ásamt biskupi, með yfirstjóm kirkjugarða í prófastsdæminu, sbr. lög um
kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36 4. maí 1993 og sinnir öðmm lögboðnum
skyldum samkvæmt þeim lögum.
Úttektir.
17. gr.
Prófastur annast þær úttektir í prófastsdæminu sem hér greinir:
a) úttekt á nýbyggðri kirkju og eignum hennar svo og þegar kirkja hefur verið
endurbyggð
b) úttekt á kirkju þegar hún hefur verið afhent söfnuði, sbr. lög um umsjón og
fjárhald kirknanr. 22 16. nóvember 1907
c) úttekt á prestssetri við starfslok sóknarprests og við afhendingu prestsseturs til
viðtakandi sóknarprests eða prestssetrasjóðs sbr. lög um prestssetur nr. 137 31.
desember 1993
d) úttekt á prestssetri þegar gagngerðar endurbætur hafa farið fram eða þegar þess er
óskað af lögbærum aðilum sbr. lög um prestssetur nr. 137 31. desember 1993
e) úttekt á bókasafni prestakalls, sbr. lög nr. 17 6. júlí 1931
f) úttekt á kirkju, sem lögð er niður eða réttarstöðu hennar er breytt.
Eftirlit.
18. gr.
Prófastur hefur eftirlit með prestssetmm, kirkjum, kirknaeignum og kirkjugörðum. í
eftirlitsskyldu prófasts felst að hann gætir þess að réttindi gangi ekki undan, að
umgengi sé góð og að rekstur og öll meðferð og afnot eigna séu við hæfi og
samkvæmt lögum og reglum. Prófastur beitir sér fyrir því að hlutaðeigandi
vörslumaður eða umráðandi bæti úr ef annmarkar þykja vera á meðferð réttinda og
eigna samkvæmt framanskráðu. Ef tilmælum prófasts er ekki sinnt sendir prófastur
hlutaðeigandi stjómvöldum eða biskupi málið til úrlausnar. Prófastur skal haga
eftirliti þannig að ekki líði meira en þijú ár að jafnaði milli athugunar á réttindum,
eignum og kirkjugörðum skv. 1. mgr. Prófastur veitir sérstakt eftirlit ef sérstaklega
stendur á eða að tilmælum réttbærra aðilja. Biskup getur ákveðið aðra tilhögun mála
ef sérstakar aðstæður em fyrir hendi.
Vísitasíur.
19. gr.
Prófastur vísiterar söfnuði, kirkjur, kirkjugarða og heimagra&eiti reglubundið og
þegar þess er óskað svo sem vegna meiri háttar framkvæmda á vegum safnaða eða
vegna sérstakra viðburða svo sem kirkjuhátíða.
175