Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 194
1998
30. KIRKJUÞING
13. mál
4. gr.
Formaður héraðsnefndar boðar héraðsfund skriflega með hálfs mánaðar fyrirvara og
skal fundarboð er greini dagskrá fundar, sent öllum atkvæðisbærum mönnum sem rétt
eiga til setu á héraðsfundi, sbr. 2. gr. Fundur skal einnig auglýstur í fjölmiðli.
Dagskrá skal liggja frammi, tiltæk öllum fundarmönnum. í fundarboði skal vakin
athygli á ffesti til að leggja ffam mál, sbr. 8. gr. Héraðsfundur getur ákveðið aðra
tilhögun fundarboðs.
5. gr.
Á fundinum skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Héraðsnefnd skal skýra frá starfsemi sinni á næstliðnu ári og gera grein fýrir
ffamkvæmd ályktana og samþykkta síðasta héraðsfundar.
2. Starfsskýrslur sókna og nefiida frá næstliðnu ári skulu kynntar.
3. Skýrslur ffá prestastefhu, kirkjuþingi og leikmannastefhu skulu kynntar.
4. Gerð skal grein fýrir starfsemi og fjárreiðum héraðssjóðs á umliðnu starfsári, ef
slíkum sjóði er til að dreifa, og fjárreiðum prófastsdæmis.
5. Reikningar sókna og kirkjugarða fýrir næst liðið reikningsár skulu lagðir fram til
kynningar.
6. Tillögur héraðsnefhdar um starfsemi á vegum prófastsdæmis þ. m. þá sem
héraðssjóður kostar, þ.m.t styrkir til einstakra sókna ef því er að skipta og
rekstraráætlun fýrir héraðssjóð fýrir næsta almanaksár.
7. Ákvörðun skal tekin um greiðslur til héraðsnefhdar fyrir störf hennar á liðnu ári.
8. Umræður, umfjöllun og atkvæðagreiðslur um önnur mál sem löglega eru upp borin
svo sem:
* málefhi sem varða prófastsdæmið
■ mál sem stjómvöld kirkjumála vísa til umfjöllunar fundarins, umsagnar eða
úrlausnar eða mál sem safnaðarfundir, sóknamefndir, þjónandi prestar eða
starfsmenn sókna óska að þar séu rædd
■ tillögur um framlög til héraðssjóðs og breytingar á þeim
■ tillögur um að máli skuli vísa til kirkjuráðs, aðalsafnaðarfunda eða
sóknamefhda.
Ef því er að skipta skal taka eftirfarandi mál fýrir:
1. Kosning aðalmanna og varamanna til héraðsnefhdar, annarra en formanns, til
tveggja ára í senn.
2. Kosning tveggja endurskoðenda reikninga héraðssjóðs og tveggja til vara til
tveggja ára í senn.
3. Kosning tveggja fulltrúa og tveggja varamanna þeirra á leikmannastefnu til
fjögurra ára í senn.
4. Kosning aðalmanns og varamanns til fulltrúaráðs Hjálparstofnunar kirkjunnar til
tveggja ára í senn.
5. Aðrar kosningar eða tilnefhingar sem heyra undir héraðsfund.
Þá skulu eftirtalin mál tekin fyrir ef ástæða er til:
6. Samþykkt tillagna frá aðalsafhaðarfundi eða aðalsafnaðarfundum, ef mál varðar
fleiri sóknir en eina, um skiptingu kirkjusóknar, sameiningu sókna og um
sóknarmörk, svo og um niðurlagningu kirkju eða tilfærslu.
189