Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 195
1998
30. KIRKJUÞING
13. mál
7. Samþykki á veitingu sóknarréttinda til endurreistrar sóknar.
8. Gerð tillagna um að sóknarkirkja í aflagðri sókn verði greftrunarkirkja.
9. Samþykki þess þegar eigandi bændakirkju vill selja umsjón hennar og ijárráð
söfhuði í hendur.
10. Veiting umsagnar um stofhun nýs prestakalls eða breyting á mörkum prestakalls
eftir tillögu biskups.
11. Úrskurðun endurskoðaðra ársreikninga sóknar sem prófastur hefur gert
athugasemd við.
6. gr.
Fundur er ályktunarfær, ef rétt er til hans boðað.
7. gr.
Afl atkvæða ræður úrslitum mála á héraðsfundi. Verði atkvæði jöfh ræður atkvæði
prófasts.
8. gr.
Mál sem óskað er eftir að leggja fyrir fundinn skulu hafa borist héraðsnefhd ásamt
greinargerð eigi síðar en viku fyrir boðaðan fund. Héraðsfundur getur, með 2/3
hlutum greiddra atkvæða, samþykkt að önnur mál en þau, sem greinir í dagskrá eða
sem koma of seint fram, sbr. 1. mgr., verði tekin fyrir á fundinum og þau afgreidd.
Aukahéraðsfundir.
9. gr.
Prófastur boðar aukahéraðsfund, ef þurfa þykir. Skylt er að boða slíkan fund, ef 1/4
hluti atkvæðisbærra héraðsfundarmanna óskar þess. Ákvæði starfsreglna þessara eiga
við um slíka fundi eins og við getur átt.
10. gr.
Þeir fundarmenn á héraðsfundi, sem verða í minni hluta við einstakar samþykktir
fundarins, geta óskað þess, að sérálit þeirra fylgi ályktunum fundarins til biskups, ef
um er að ræða málefni, sem til úrskurðar hans eða kirkjumálaráðherra kemur. Sama á
við um málefhi sem fara fyrir kirkjuþing eða kirkjuráð.
Safnaðarráð.
11. gr.
Heimilt er héraðsfundi að stofna safnaðarráð í prófastsdæmi er sé skipað formönnmn
sóknamefnda, safnaðarfulltrúum og prestum prófastsdæmisins. Prófastur er formaður
ráðsins og kallar það saman. Skylt skal að kalla safhaðarráð saman til fundar þegar
fullur þriðjungur safnaðarráðsmanna óskar þess. Verkefhi safnaðarráðs em:
■ að gera tillögur um skiptingu prófastsdæmisins í sóknir og prestaköll og um
breytingar á þeim
■ að vinna að eflingu kirkjulegs starfs innan prófastsdæmisins.
Aðalfundur safnaðarráðs er héraðsfundur prófastsdæmisins og fer eftir ákvæðum laga
og starfsreglna þessara um héraðsfundi.
Héraðsfundur getur ákveðið að leggja safnaðarráð niður.
190