Gerðir kirkjuþings - 1998, Side 206
1998
30. KIRKJUÞING
14. mál
Þingsköp leikmannastefnu.
1. Biskup Islands boðar til leikmannastefnu í mars eftir tillögu leikmannaráðs, sbr.
starfsreglur um leikmannastefnu, og lýsir eftir málum, sem óskað er eftir að séu
tekin íyrir á leikmannastefnunni. Leikmannastefna starfar að jafhaði 2 daga í senn.
2. Dagskrá leikmannastefnu, undirbúin af leikmannaráði og biskupi íslands, skal
send fulltrúum viku fyrir leikmannastefnu og liggja jafnframt frammi á
biskupsstofu. I dagskrá skal geta allra meginmála og tillagna, sem
leikmannastefhan fær til meðferðar og umfjöllunar. Oheimilt er að taka fyrir mál,
sem snerta leikmannastefnuna sjálfa, sem ekki hefur verið kynnt í dagskrá, nema
með samþykki 3/4 mættra fulltrúa.
3. Formaður leikmannaráðs stjómar kjöri fundarstjóra og ritara.
4. I upphafi hverrar stefnu, skipta formaður leikmannaráðs, fundarstjóri og ritari
fulltrúum upp í 3 umræðuhópa, til þess að fjalla um þau erindi og mál, sem
stefnan hefur til meðferðar hverju sinni. Skulu hópamir auðkenndir með
númerunum 1,2,3. Hver umræðuhópur kýs umræðustjóra og ritara úr sínum hópi.
Aldursforseti hvers hóps skal stjóma kosningu umræðustjóra og ritara.
5. Fundarstjóri stýrir umræðum og kosningum á stefnunni og heldur mælendaskrá.
Ef fundarstjóri tekur þátt í umræðum eða forfallast gegnir formaður leikmannaráðs
störfum hans á meðan. Ritari heldur gerðabók og gerir skýrslu um framlögð og
fyrirtekin mál ásamt meginatriðum umræðna og úrslitum mála. Heimilt er að ráða
sérstakan aðila til að annast um fundarritun. Heimilt er að hljóðrita umræður á
leikmannastefnu ef þurfa þykir.
6. Málfrelsi og atkvæðisrétt á fundum hafa allir réttkjömir og tilnefndir fúlltrúar. Að
jafnaði skal mál reifað af flutningsmanni, og tillögum fýlgi greinargerð. Öllum
málum og tillögum skal vísa til meðferðar í umræðuhópum í lok fýrri umræðu. Ef
tillögumaður hefur ekki tillögu um í hvaða umræðuhópi málið skuli rætt gerir
fundarstjóri tillögu um það og lætur greiða um það atkvæði. Hann getur líka gert
tillögu um að sama mál hljóti umræðu í fleirum en einum umræðuhópi. Ef svo er
gert verða umræðustjórar viðkomandi umræðuhópa að koma með sameiginlega
ályktun í málinu. Fundarstjóri ákveður hvaða umræðustjóri skuli hafa frumkvæði í
slíkum málum. Allar breytingartillögur og bókanir verður að bera fram skriflega.
Að lokinni umfjöllun í umræðuhópi skal umræðustjóri gera grein fýrir
niðurstöðum umræðuhópsins og leggja ffam skriflegar ályktanir umræðuhópsins,
til meðferðar við seinni umræðu á leikmannastefnunni. Að lokinni seinni umræðu
skal hvert mál vera borið undir atkvæði, og skal niðurstaðan vera ályktun
leikmannastefnunnar varðandi viðkomandi mál eða tillögu. Atkvæðagreiðsla fer
ffam þannig, að leikmannastefnufulltrúi réttir upp hægri hönd. Leynileg
atkvæðagreiðsla skal fara fram ef einhver fulltrúi óskar þess.
201