Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 209
1998
30. KIRKJUÞING
15. mál
6. gr.
Sameining sókna eða skipting sóknar skal að jafnaði taka gildi um næstu áramót eftir
að kirkjuþing hefur samþykkt sameiningu eða skiptingu.
Um fjárskipti þegar sókn er skipt.
7. gr.
Ef sókn er skipt skal miða íjárskipti sóknanna við hlutfallslegan fjölda þeirra
sóknarmanna sem breytingin tekur til. Skipta skal hreinni eign sóknanna eins og hún
er þegar breyting tekur gildi í hlutföllum samkvæmt 1. ml. Miða skal við bókfært
verð eigna. Þegar kirkjusókn er skipt og ný stofnuð, í nýju byggðahverfi, á hin nýja
sókn óskert tilkall til þeirra fjármuna, sem sóknarmenn hinnar nýju sóknar hafa
sannanlega lagt til eldri sóknarinnar, þó að frádreginni sanngjamri þóknun fýrir þá
þjónustu, sem sóknarmenn nýju sóknarinnar nutu, meðan sóknin var óskipt. Ef
verðmat er ekki bókfært skal skilanefnd, sbr. 8. gr., meta verðmætið. Ábyrgð á
skuldum á sama tímamarki skiptist með sama hætti innbyrðis milli sóknanna.
Sóknarkirkja ásamt öllum innbúsmunum svo og kirkjugripir tilheyra sókn þar sem
kirkjubyggingin stendur. Sú sókn skal greiða hinni sókninni út hlutdeild hinnar
síðamefndu í peningum eða með yfirtöku hlutdeildar í skuldum.
Um framkvæmd fjárskipta.
8. gr.
Framkvæmd fjárskipta er í höndum skilanefndar sem skipuð er af biskupi. Skilanefnd
er skipuð þremur mönnum og þremur til vara og er skipuð til fjögurra ára í senn. Einn
nefndarmanna skal vera lögfræðingur og er hann formaður nefhdarinnar. Annar
nefndarmanna skal vera löggiltur endurskoðandi eða hafa góða þekkingu á
reikningsskilum. Einn nefndarmanna a.m.k. skal hafa reynslu af störfum í
sóknamefnd eða á kirkjulegum vettvangi. Skilanefhd skal meta eignir og
skuldbindingar hlutaðeigandi sókna. Setja skal fram glögga greinargerð um eignir og
skuldir á því tímamarki sem miða ber við, hver fjöldi sóknarmanna í hvorri sókn um
sig verður og hver hlutföll í skiptingu verða. Skilanefnd ákveður hvemig greiðslum
annarrar sóknarinnar til hinnar skuli hagað, ef því er að skipta. Ber að gæta þess að
greiðslubyrði sé viðráðanleg með hliðsjón af tekjum sóknar og rekstrargjöldum.
Samstarf sókna um sameiginlega byggingu og/eða rekstur kirkju og
safnaðarheimilis.
9. gr.
Ef sóknir óska eftir að eiga samstarf sín á milli um byggingu og/eða rekstur kirkju og
safnaðarheimilis eftir skiptingu skal gera skriflegan samstarfssamning, þar sem kveðið
er á um hvaða starfi skuli haldið uppi, hvaða reglur gildi um afnot og umgengni, sbr.
starfsreglur um afnot af safnaðarheimilum og hver ábyrgist daglegan rekstur og stjóm.
Einnig skal tiltaka hvaða endurgjald skuli innt af hendi fýrir afnotin.
Um breytingar á skipan prestakalla og prófastsdæma.
10. gr.
Skipan og mörk prestakalla og prófastsdæma skulu haldast óbreytt frá því sem verið
hefur, nema breyting verði gerð þar á skv. reglum þessum.
204