Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 219
1998
30. KIRKJUÞING
15. mál
13. gr. verði 12. gr.
12. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru skv. heimild í 50. gr. laga um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar 1999.
Eftirfarandi breytingartillaga var samþykkt í 2. umræðu:
Ákvæði til bráðabirgða.
Frá 1. janúar 1999 sameinast Kálfafellssókn Prestsbakkasókn í
Skaftafellsprófastsdæmi, sbr. fylgiskjal um skipan prestakalla.
Endanleg gerð.
Starfsreglur um skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma.
Um skipan sókna prestakalla og prófastsdæma.
1. gr.
Skipan sókna skal haldast óbreytt ffá því sem verið hefur, nema breyting verði gerð
þar á samkvæmt reglum þessum. Sóknir landsins eru tilgreindar í sérstöku fylgiskjali
með starfsreglum þessum.
2. gr.
Þess skal gætt að sókn geti uppfyllt skilyrði um rekstur og fjárhag sókna, sbr.
starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefndir, og starfsreglur um sóknamefudir.
Um breytingu á sóknum, prestaköllum og prófastsdæmum.
3. gr.
Hver þjóðkirkjuþegn getur gert tillögu um breytingu á skipan sókna, prestakalla og
prófastsdæma. Tillögur um breytingar á skipan sókna og prestakalla skulu fá umsögn
á aðalsafnaðarfundum viðkomandi sókna og því næst bomar upp á héraðsfundi, sem
sendir þær biskupafundi. Hann býr málið til kirkjuþings. Tillögur um breytingar á
skipan prófastsdæma skulu fá umsögn á viðkomandi héraðsfundum og því næst
sendar biskupafundi, sem býr málið til kirkjuþings.
4. gr.
Biskupafundur kannar árlega hvort þörf er á breytingum á skipan sókna, prestakalla
og prófastsdæma, með hliðsjón af hagkvæmni, breytingum á. mannfjölda í sóknum,
samgöngum, staðháttum eða aðstæðum að öðm leyti. Við mat á skipan sókna skal líta
til þjónustuþarfa, sögulegra og menningarlegra verðmæta.
5. gr.
Ef prestakalli er skipt hefur skipaður sóknarprestur rétt á að ráða hvom prestakallinu
hann þjónar eftirleiðis. Ef prestaköll eru sameinuð skal sá prestur ganga fyrir sem
lengur hefur gegnt prestsembætti innan þjóðkirkjunnar. Ber kirkjustjóminni að bjóða
presti sem missir kall af þessum orsökum sambærilegt embætti eða starf.
214