Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 236
1998
30. KIRKJUÞING
18. mál
Aðilar sem taka þátt í meðferð kynferðisbrotamála innan kirkjunnar.
1. Talsmaður er hæfur einstaklingur, helst kona, sem hefur reynslu af því að vinna
með þolendum kynferðisbrota. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun sem
nýtist til þessa verkefhis, t.d. lögfræðingur, sálfræðingur, hjúkrunarffæðingur,
félagsráðgjafi, guðfræðingur, djákni eða læknir og fái nauðsynlega þjálfun til starfsins
á vegum kirkjunnar.
Talsmaður starfar sem verktaki og þiggur greiðslu frá kirkjunni. Viðkomandi má ekki
gegna öðrum störfum innan kirkjunnar. Mikilvægt er að starfandi séu 2-4 talsmenn og
er æskilegt að þeir séu dreifðir um landið.
Hlutverk talsmanns er að vera til taks fyrir þolanda. Talsmaður er þolanda til
ráðgjafar og stuðnings í gegnum allt ferlið.
2. Úrskurðarnefnd. Sjá 12. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar.
3. Fagráð samanstendur af 3 einstaklingum (af báðum kynjum), sem skipaðir em af
kirkjuráði. í nefndinni skulu sitja einn lögffæðingur, einn sálffæðingur eða læknir (eða
einstaklingur með sambærilega menntun) og einn guðffæðingur. Nauðsynlegt er að
nefndarfólk hafi sérþekkingu á sviði kynferðisbrota.
Hlutverk fagráðs er fjórþætt:
1) að tilnefna talsmenn og veita þeim faglegan stuðning
2) að fjalla um einstök mál sem vísað er til þess af úrskurðamefnd og veita henni
ráðgjöf um meðferð þeirra
3) að meta árangur starfsreglna og koma með tillögur til úrbóta ef með þarf
4) að hafa umsjón með ffæðslu um kynferðisbrot innan kirkjunnar í samvinnu við
ffæðsludeild kirkjunnar.
Málsmeðferð.
Frá upphafi er mikilvægast að þolandi fái áheym og að tekið sé mark á orðum
hennar/hans.
1. Hveijum sem fær vitneskju um meint kynferðisbrot af hálfu starfsmanns kirkjunnar
ber að stuðla að því að málið fái viðhlítandi málsmeðferð. I þessu sambandi er
mikilvægt að málið sé ekki rætt við meintan geranda.
Slíkt getur truflað lögreglurannsókn og frekari málsmeðferð. Mikilvægt er að tilkynnt
sé um öll mál til úrskurðamefndar. Eigi bam eða böm í hlut er brýnt að sá sem hefur
vitneskju um kynferðisbrot gegni skilyrðislausri tilkynningaskyldu til
bamavemdamefndar (sjá 12. gr. laga um vemd bama og ungmenna).
2. Fyrir þann sem kemur ffam með ffásögn eða reynslu af kynferðisbroti er til staðar
einstaklingur með faglega þekkingu, talsmaður, sem starfsmaður kirkjunnar getur
vísað til. Er það skylda kirkjunnar að sjá fyrir talsmanni en vissulega er það val
einstaklingsins hvort hún/hann nýtir sér hjálp hans. Mikilvægt er að þolanda sé heitið
nafnleynd, nema um sé að ræða brot gegn bami. Skal þolandi undantekningarlaust fá
áheym hjá talsmanni, óháð því hversu gamalt málið er.
231