Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 246
1998
30. KIRKJUÞING
19. mál
16. gr.
Þegar aðilar hafa skilað þeim greinargerðum og gögnum, sem þeir eiga kost á, og tjáð
sig munnlega um málið, hafi það verið ákveðið, skal nefndin fjalla um málið á
fundum eins og þurfa þykir og komast að niðurstöðu.
Nefndin skal semja skriflegan og rökstuddan úrskurð um úrlausnarefnið.
Séu nefhdarmenn ekki allir á einu máli um niðurstöðu úrlausnarefnisins, skal sá sem
er í minnihluta skila séráliti um hana.
Úrræði nefndar.
17. gr.
í úrskurði vegna siðferðis - eða agabrota getur nefndin gripið til eftirfarandi úrræða:
a. Lagt til að starfsmanni verði veitt áminning, eftir atvikum með skilyrðum eða
leiðbeiningum eða nánari fyrirmælum um rétta starfshegðun.
b. Lagt til að starfsmaður skuli fluttur til í starfi.
c. Lagt til að starfsmaður skuli ekki gegna núverandi starfi eða sambærilegu starfi
eða köllun á kirkjulegum vettvangi um ákveðið tímabil eða til frambúðar.
d. Lagt til endanlega brottvikningu hans úr hvaða starfi sem er á kirkjulegum
vettvangi sem valdsvið nefndarinnar nær til.
18. gr.
I úrskurði skal eftirfarandi koma fram:
1. Hveijir séu aðilar málsins.
2. Hverjir séu helstu málavextir.
3. Sjónarmið málsaðila og málsástæður sem skipta máli.
4. Hver úrskurður nefndarinnar sé og hvemig hann er rökstuddur.
5. Kæruheimild og kærufrestur.
Ef einhver nefndarmaður skilar sératkvæði, sbr. 16. gr., skal í því einungis fjallað um
þau atriði, sem tilgreind em í 4. tl. 1. málsgr.
19. gr.
Urskurðamefhd tekur ekki afstöðu til þess, hver aðila skuli bera kostnað af meðferð
málsins fyrir nefndinni.
20. gr.
Úrskurðamefnd skal leitast við að skila áliti sínu eigi síðar en fjórum vikum eftir að
málsaðilar hafa lagt fram nauðsynleg gögn, eða tjáð sig munnlega um málið, sbr. 11.
gr-
21. gr.
Dragist málsmeðferð fyrir nefnd lengur en reglur þessar gera ráð fyrir, svo sem vegna
þess að mál er til opinberrar rannsóknar, sem nauðsynlegt er að bíða eftir að ljúki, skal
sá dráttur skýrður í áliti nefndarinnar. Tilkynna skal málsaðilum um dráttinn.
22. gr.
Þegar úrskurðamefnd hefor lokið við að semja úrskurð sinn skal hún senda hann til
málsaðila.
241