Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 251
1998
30. KIRKJUÞING
19. mál
8. gr.
Aðilar skulu að jafhaði bera fram kröfur sínar og rökstuðning fyrir þeim skriflega og
með skýrum hætti.
9. gr.
Takist ekki að ná sáttum og úrskurðamefnd telur gögn þau sem henni bárust með
beiðni um úrlausn máls ekki fullnægjandi skal hún gefa málshefjanda kost á að senda
frekari gögn og greinargerð um málið. Málshefjanda skal veittur frestur til að skila
þessum gögnum og greinargerð, og skal sá frestur að jafnaði ekki vera lengri en tvær
vikur. Veita má þó lengri ffest, þegar sérstaklega stendur á. Gefa skal gagnaðila kost á
að skila gögnum að liðnum sama ffesti.
Sinni málsheljandi ekki tilmælum nefndarinnar samkvæmt 1. málsgr. innan tilgreinds
frests skulu þau ítrekuð með nýjum ffesti sem skal að jafnaði ekki vera lengri en ein
vika. Ef málshefjandi sinnir enn ekki tilmælum nefhdarinnar er henni heimilt að sjmja
um úrlausn máls.
Synjun um úrlausn máls, sbr. 2. málsgr. skal vera skrifleg og affit sent gagnaðila.
Synjunin er kæranleg til áffýjunamefhdar.
10. gr.
I lok ffest samkvæmt 9. gr. skal haldinn fundur í nefndinni með málshefjanda og
gagnaðila þar sem málshefjandi leggur ffam gögn og greinargerð sina ef við á og
gagnaðili þau gögn, sem hann kýs þá að leggja ffam.
Gagnaðila skal veittur ffestur til þess að tjá sig skriflega um gögn þau sem
málshefjandi hefur lagt ffam og greinargerð hans. Frestur gagnaðila skal að jafnaði
ekki vera lengri en tvær vikur, en veita má þó lengri ffest, þegar sérstaklega stendur á.
Sinni gagnaðili ekki tilmælum nefndarinnar samkvæmt 2. málsgr. innan tilgreinds
ffests skulu þau ítrekuð með nýjum fresti sem skal að jafnaði ekki vera lengri en ein
vika. Ef gagnaðili sinnir enn ekki tilmælum nefndarinnar byggir hún úrlausn máls á
framlögðum gögnum og öðrum þeim upplýsingum er hún aflar sjálf um málið.
11. gr.
í lok ffests sem gagnaðila hefur verið veittur, sbr. 10. gr., skal halda fund í
úrskurðamefndinni með málshefjanda og gagnaðila þar sem greinargerð gagnaðila og
önnur skjöl, sem hann kýs að leggja ffam eru afhent.
Þegar öll gögn hafa verið lögð fram getur úrskurðamefnd ákveðið að fjalla um mál
munnlega. Að jafnaði skal ffamlagningu gagna lokið á þessu tímamarki.
Ef ákveðið verður að fjalla um málið munnlega, skal ákveðinn stuttur ffestur til þess
og að honum liðnum skal málshefjandi tjá sig fyrst um málið, en gagnaðili að því
búnu.
Nú er ekki ákveðið að aðilar tjái sig munnlega um málið fýrir nefhdinni og skal þá
málsheijanda veittur ffestur til að tjá sig skriflega um það en að því búnu skal
gagnaðila gefmn kostur á að koma að skriflegum athugasemdum sínum. Miðað skal
við að frestir, sem veittir eru til þess að málsaðilar megi koma að skriflegum
sjónarmiðum sínum samkvæmt þessari málsgrein verði ekki lengri en tvær vikur
samtals.
246