Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 256
1998
30. KIRKJUÞING
20. mál
Frumvarp til laga um breyting á
lögum um embættiskostnað sóknarpresta
og aukaverk þeirra nr. 36, 8. september 1931.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm. Hjalti Zóphóníasson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir eftirfarandi breytingar á lögum nr. 36/1931 um
embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra.
1. gr.
í stað 1. og 2. málsgr. 1. gr. laganna komi ein málsgrein, svohljóðandi:
Þjónandi prestar og prófastar skulu fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá
biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur.
2. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
Með samkomulagi milli ríkisins og þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 var um það
samið að kirkjan léti af hendi kirkjujarðir, að frátöldum prestssetrum, og að andvirði
seldra kirkjujarða renni í ríkissjóð. Á móti greiði ríkissjóður laun biskups íslands,
vígslubiskupa, 138 starfandi presta og prófasta kirkjunnar. Ef fækkar eða fjölgar í
þjóðkirkjunni, skal framlag ríkisins lækka eða hækka eftir tilteknum reglum. Ákvæði
þessa efhis var lögfest í 60. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjóm og starfshætti
kirkjunnar.
Hér var um rammasamkomulag að ræða, sem lét ýmsu ósvarað varðandi laun,
rekstrarkostnað prestsembætta og ýmis önnur atriði sem tengjast samkomulaginu. Var
því talið nauðsynlegt að kveða nánar á um launagjöld, embættiskostnað vegna
prestsembætta, rekstrargjöld biskupsstofu o.fl. svo unnt væri að ákveða fjárffamlög á
fjárlögum.
Kostnaðarliðir í embættiskostnaði presta og prófasta em einkum aksturskostnaður,
símagjöld, póstburðargjöld, skrifstofukostnaður og endurgjald fyrir afnot eigin
húsnæðis. Prestafélag Islands hafði á sl. ári óskað endurskoðunar á reglunum um
embættiskostnað presta og hafði nokkur lagfæring verið gerð. Hins vegar voru ýmis
álitaefni óleyst, og nauðsynlegt var að biskup íslands kæmi að málinu, m.a. vegna
fyrirkomulags á sendingum vottorða og skýrslna frá prestum og próföstum til biskups
og annarra innri málefna þjóðkirkjunnar.
Þeirri hugmynd var varpað fram, einkum í ljósi þess hve mikið sjálfstæði þjóðkirkjan
hefur fengið í eigin málum, að ef til vill væri réttast að yfirstjóm þjóðkirkjunnar tæki
yfir umsýslu með greiðslu embættiskostnaðar presta og prófasta.
251