Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 264
1998
30. KIRKJUÞING
23. mál
TILL AG A
til þingsályktunar um að gerð verði breyting á
prestakallaskipan í ísafjarðarprófastsdæmi.
Flm. sr. Magnús Erlingsson og Jens Kristmannsson.
Frsm. séra Magnús Erlingsson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á prestakallaskipan í
ísafjarðarprófastsdæmi: Súðavíkursókn verði tekin imdan Isafjarðarprestakalli og
sameinuð Vatnsfjarðarprestakalli. Aðsetur sóknarprestsins verði jafnframt fært frá
Vatnsfirði til Súðavíkur.
Greinargerð.
Málið hefur ítarlega verið rætt heima í héraði. A héraðsfundi í Hnífsdal árið 1994 var
skipuð nefnd til að gera úttekt á prestakallaskipaninni og hvað hægt væri að gera að til
að dreifa byrðunum jafnar milli þeirra 6 sóknarpresta, sem starfa í héraðinu.
Héraðsfundur haldinn í Ögri 1995 ítrekar nauðsyn þess að prestsþjónusta verði aukin í
Súðavík. Á héraðsfundi í Bolungarvík 1997 var gerð eftirfarandi samþykkt samkvæmt
tillögu þeirra, sem skipaðir höfðu verið í nefndina 1994: „Héraðsfundur
ísafjarðarprófastadæmi, haldinn í Bolungarvík 7. september 1997, vekur athygli á að
árið 1999 mun sr. Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði, láta af störfum fyrir
aldurs sakir. Fundurinn gerir það að tillögu sinni við kirkjuþing að á þeim tímamótum
verði Vatnsfjarðarprestakall sameinað Súðavíkursókn og prestssetur verði í Súðavík.”
Tillagan var samþykkt af öllum prestum og safnaðarfulltrúum, sem fundinn sátu,
nema einum, sóknarprestinum í Holti í Önundarfirði, sem greiddi atkvæði á móti.
í tillögunni felst að sex sóknarprestar skuli áfram starfa í Isafjarðarprófastsdæmi eins
og verið hefur. Breytingin er sú að Súðavíkursókn er tekin af Isafjarðarprestakalli og
sett undir Vatnsfjarðarprestakall. Isafjarðarprestakall er stærsta prestakallið á svæðinu
en Vatnsfjarðarprestakall hins vegar það fámennasta þó svo að það sé afar víðlent.
Það hafði lengi verið rætt um það að Isafjarðarprestakall væri full stórt fyrir einn prest
til að þjóna. Eftir hið hörmulega snjóflóð árið 1995 var ljóst að þörf var skjótra úrbóta.
Ákveðið var að ráða aðstoðarprest til starfa á Isafirði til tveggja ára. Þetta var gert þó
svo að ekki hefði tekist að tryggja slíku embætti fasta fjárveitingu Alþingis.
Ráðningartími aðstoðarprestsins rennur út um sama leyti og starfslok verða hjá
Vatnsfjarðarklerki. Ekki verður því vikist undan að taka á þessu máli nú þegar þar
sem urnrætt embætti prests á ísafirði er í uppnámi frá og með 1. júlí 1998.
Heimamenn eru auðvita mjög þakklátir kirkjuyfirvöldum fyrir að hafa á ögurstundu
aukið prestsþjónustu í ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi. Þeim er það hins vegar ljóst
að ekki er hægt að fara fram á að prestsembættum fyölgi úr sex í sjö á sama tíma og
fólki hefur fækkað í héraði. Byggðaþróun og bylting í samgöngumálum kalla
ennfremur á að skipan prestakalla sé endurskoðuð.
í fyrirspumartíma á kirkjuþingi 1997 kom fram í svari biskups að starfandi prestar í
landinu væm tveimur til þremur fleiri en þau 138 stöðugildi, sem nýlegur samningur
259