Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 267
1998
30. KIRKJUÞING
25. mál
TILL AG A
til þingsályktunar
um störf biskupa, breytingu á
biskupsumdæmum, kirkjustefnu og starfsháttum.
Flm. og frsm. sr. Halldór Gunnarsson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir að fela löggjafamefnd kirkjuþings að skipa 3ja manna
starfshóp sem leggi fram tillögur fyrir löggjafamefhd þingsins til umfjöllunar, þannig
að löggjafamefnd kirkjuþings geti lagt fram tillögu fyrir kirkjuþing 1999 um nýjar
starfsreglur er varði störf biskups og vígslubiskupa, nýja skipan biskupsumdæma,
nýjan vettvang fyrir umfjöllun kirkjumála á kirkjustefnu með þátttöku
héraðsnefndarmanna og kirkjuþingsmanna í viðkomandi b skupsumdæmi undir
forsæti þess biskups og nýja skipan um kosningu kirkjuþingsmanna, kosningu í
nefndir kirkjuþing og störf kirkjuþings í ljósi breyttra starfshátta. Kostnaður við þetta
starf sé kostað af fjárveitingu til kirkjuþings og starfa þess.
í framhaldi af stefnuræðu biskups herra Karls Sigubjömssonar er þessi tillaga flutt um
að settar séu skýrar reglur um störf biskupa í sínum biskupsumdæmum og samstarf
þeirra svo og að fmna vettvang fyrir málefhaumfjöllun ffá héraðsfundum til
kirkjuþings, þar sem kirkjuþingsfulltrúar komi að, t.d. á kirkjustefnu. Um leið og
slíkur vettvangur yrði hugleiddur þyrfti að setja fram nýjar tillögur um kjör
kirkjuþingsmanna, annað hvort frá kirkjustefnu viðkomandi biskupsumdæmis eða
með ffamsetningu á listakjöri allra kirkjuþingsmanna. Samhliða þykir rétt að gera
samræmdar tillögur um breytingar á starfsreglum þeim sem væntanlega verða
samþykktar á þessu kirkjuþings, sem snerta störf biskupa, prófasta, kirkjuþingsmanna
og nefnda kirkjuþings sem taki mið af stefhuræðu biskups.
Lagt er til að tillagan fari til löggjafamefndar.
Vísað til löggjafamefhdar.
Frsm. Olafur Eggertsson.
Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt svohljóðandi.
Kirkjuþing 1998 felur löggjafamefnd að undirbúa fyrir kirkjuþing 1999 drög að
starfsreglum með 16., 18. og 19. grein laga nr. 78/1997. Skal nefndin hafa til
hliðsjónar efni þeirra greina laga nr. 62/1990 sem varða nefndar greinar. Nefndin skal
kanna hvaða starfsreglur þarf að setja í stað ákvæða nefndra laga sem falla úr gildi um
áramót. Nefndin skal undirbúa til umræðu á næsta kirkjuþingi þær hugmyndir sem
felast í efni 25. máls 30. kirkjuþings. Nefndin skal hafa samráð við biskupafund um
undirbúning málsins.
Ein breyting var gerð í 2. umræðu:
Nefndin hafi einnig samráð við prófastafund.
262