Gerðir kirkjuþings - 1998, Síða 277
Fylgiskjal nr. 1.
Skýringar við einstakar greinar samningsins:
Um 1. gr.
Samningur þessi tengist samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar, fsk. 3 um eigna-
afhendingu á móti skuldbindingu með fyrirvara um fækkun eða fjölgun á skráðum meðlimum
þjóðkirkjunnar miðað við þjóðskrá 1. desember 1996, sem var 244.060.
Um 2. gr.
Til viðbótar við framlag til launa og annars kostnaðar til samræmis við kirkjujarðasam-
komulagið skal greitt framlag sem nemur 70 mánaðarlaimiun til námsleyfa, veikinda o.fl. en það
samsvarar um hálfum mánuði fyrir hvert prestsembætti.
Með staðfestingu ráðuneyta á launalíkani er átt við að samþykktar verði breytingar á talna-
forsendum og gerð embætta. Núverandi skipting á 138 embættum er 16 prófastar, 112 sóknar-
prestar, 4 héraðsprestar og 6 sérþjónustuprestar.
Um 3. gr.
Til rekstrarkostnaðar embætta telst allur embættiskostnaður þar með talinn aksturskostn-
aður, svo og allur kostnaður vegna sérþjónustupresta að fiátöldum almennum prestslaunum, sbr.
2. gr.
Kveðið er á um annan kostnað en laun og launatengd gjöld presta í úrskurði kjaranefndar.
Samkvæmt úrskurði hennar ffá 13. febrúar 1998 gilda reglur kjaranefhdar dagsettar 16. desember
1997, en í 4. lið III. kafla þess úrskurðar segir: Um greiðslur til búferlaflutninga og vegna starfa í
þremur fastanefhdum kirkjunnar skulu gilda óbreytt ákvæði síðasta kjarasamnings. Kostnaður
þessi telst hluti af framlagi samkvæmt 3. gr. samnings þessa en er ekki áætlaður í reiknilíkani
samkvæmt 2. gr.
Að því er varðar 2. mgr. 3. gr. samningsins er miðað við meðaltalstölur þannig að deilt er í
heildarfjárhæð með 138.
Um 4. gr.
Fjárhæðin nemur launum og launatengdum gjöldum 18 starfsmanna biskupsstofu sam-
kvæmt 2. gr. kirkjujarðasamkomulagsins.
Að því er varðar 2. mgr. 4. gr. er miðað við meðaltalstölur þannig að deilt er í heildarfjár-
hæð með 18.
Um 5. gr.
Að því er varðar 2. mgr. 5. gr. er miðað við meðaltalstölur þannig að deilt er í heildarfjár-
hæð með 21(18 starfsmenn biskupsstofu, biskup Islands og tveir vígslubiskupar).
Um 6. gr.
Viðmiðun um 15 föst árslaun presta tekur mið af b. lið 20. gr. laga nr. 35/1970, um
kristnisjóð o.fl. sem felldur var niður með lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar en kirkjujarðasamkomulagið gerði ekki ráð fyrir að ffamangreindur b. liður félli
niður. Akvæðið var svohljóðandi: „[Tekjur kristnisjóðs skulu vera] Árlegt ffamlag úr ríkissjóði, er
samsvari hámarkslaunum presta í þeim prestaköllum, sem lögð eru niður samkvæmt lögum
þessum“. Tekið er mið af árslaunum prests í fámennustu prestaköllum, þ.e. mánaðarlaun með 5%
álagi ásamt einingum, sbr. úrskurð kjaranefhdar ffá 13. febrúar 1998. Nema þau árslaun nú um
2,2 m.kr.
4