Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 283
1998
30. KIRKJUÞING
29. mál
4. gr.
Símakostnaður greiðist þannig:
1. Stofhgjald af símum í bústöðum ríkissjóðs (eitt tæki) greiðist samkvæmt
framlögðum reikningum, enda sé síminn skráður á embættið.
2. Prestar fá greidda mánaðarlega fjárhæð er samsvarar 500 umffamskrefum vegna
notkunar síma í embættisþágu. Á sama hátt greiðist prófostum fjárhæð er
samsvarar 700 umframskrefum.
3. Nemi símanotkun presta á ársfjórðungi (þ.e. langlínusamtöl og símskeyti í
embættisþágu eða yfirsímtöl) hærri fjárhæð en sem svarar 1.500 umframskrefum,
hjá prófostum 2.100 umffamskrefum, sbr. 2.tl., þá eiga þeir rétt á að fá helming
umffamkostnaðar greiddan gegn ffamlagningu reikninga. Umffamfjárhæð má þó
eigi vera hærri en sem samsvarar 2000 umffamskrefum hjá prestum og 2400
umffamskrefum hjá prófostum.
5. gr.
Póstkostnaður greiðist þannig:
1. Prestar fá greiddar mánaðarlega vegna póstkostnaðar kr. 500.
2. Prófastar fá greiddar mánaðarlega vegna póstkostnaðar kr. 800.
3. Telji prestur eða prófastur umrædda greiðslu ekki nægja fyrir nauðsynlegum
póstkostnaði, þá getur hann fengið viðbótarkostnað greiddan í árslok gegn
ffamvísun reikninga eftir úrskurði biskupsstofu.
6. gr.
Kostnaður vegna prestsklæða greiðist þamiig:
1. Biskupsstofa leggur prestum og próföstum til hempu á hverjum 10 árum. Heimilt
er þó að endumýja hempu í fyrsta sinn eftir 5 ár.
2. Vegna annarra embættisklæða þ.m.t prestakragar, prestaflibbar og prestavesti, svo
og vegna hreinsunar embættisklæða, greiðist öllum prestum og próföstum
mánaðarlega kr. 300.
7. gr.
Prestar og prófastar, sem ekki njóta prestssetra, skulu fá greidda mánaðarlega leigu
fyrir afnot eigin húsnæðis í þágu embættis, sem nemur 10% af mánaðarlaunum í
launaflokki sóknarprests, 6 þrepi.
8. gr.
Fjárhæðir samkvæmt 2., 3., 5. og 6. gr. skulu breytast í samræmi við breytingar er
verða á vísitölu vöru og þjónustu, miðað við 114.8 stig.
Allar greiðslur samkvæmt reglum þessum greiðast eftirá.
9. gr.
Þegar prestur/prófastur er settur til að þjóna nágrannaprestakalli í aukaþjónustu, ber
honum greiðsla embættiskostnaður skv. 2., 4., 5. og 6. gr. að hálfu.
Fyrir aukaþjónustu vegna sumarleyfa presta greiðist embættiskostnaður í sama
hlutfalli og föst laun.
278