Gerðir kirkjuþings - 1998, Page 286
1998
30. KIRKJUÞING
29. mál
umframkostnaðar greiddan gegn framlagningu reikninga. Umframfjárhæð má þó
eigi vera hærri en sem samsvarar 2000 umffamskrefum hjá prestum og 2400
umframskrefum hjá próföstum.
5gr-
Póstkostnaður greiðist þannig:
1. Prestar fá greiddar mánaðarlega vegna póstkostnaðar kr. 500.
2. Prófastar fá greiddar mánaðarlega vegna póstkostnaðar kr. 800.
3. Telji prestur eða prófastur umrædda greiðslu ekki nægja fyrir nauðsynlegum
póstkostnaði, þá getur hann fengið viðbótarkostnað greiddan í árslok gegn
ffamvísun reikninga effir úrskurði biskupsstofu.
6. gr.
Kostnaður vegna prestsklæða greiðist þannig:
1. Biskupsstofa leggur prestum og próföstum til hempu á hverjum 10 árum. Heimilt er
þó að endumýja hempu í fyrsta sinn eftir 5 ár.
2. Vegna annarra embættisklæða þ.m.t prestakragar, prestaflibbar og prestavesti, svo
og vegna hreinsunar embættisklæða, greiðist öllum prestum og próföstum
mánaðarlega kr. 300.
7. gr.
Prestar og prófastar, sem ekki njóta prestssetra, skulu fá greidda mánaðarlega leigu
fyrir afnot eigin húsnæðis í þágu embættis, sem nemur 10% af mánaðarlaunum í
launaflokki sóknarprests, 6 þrepi.
8. gr.
Fjárhæðir samkvæmt 2., 3., 5. og 6. gr. skulu breytast í samræmi við breytingar er
verða á vísitölu vöru og þjónustu, miðað við 114.8 stig.
Allar greiðslur samkvæmt reglum þessum greiðast eftirá.
9. gr.
Þegar prestur/prófastur er settur til að þjóna nágrannaprestakalli í aukaþjónustu, ber
honum greiðsla embættiskostnaðar skv. 2., 4., 5. og 6. gr. að hálfu.
Fyrir aukaþjónustu vegna sumarleyfa presta greiðist embættiskostnaður í sama
hlutfalli og föst laun.
10. gr.
Greiðslur skv. reglum þessum skerðast eigi þótt prestur/ prófastur sé ffá starfi vegna
veikinda, sem nemur allt að einum mánuði. Sé veikindatími lengri falla niður
greiðslur skv. 4. og 5. gr. Aðrar greiðslur haldast óbreyttar þann tíma sem laun í
veikindum greiðast.
11. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru samkvæmt lögum um embættiskostnað presta og
aukaverk þeirra nr. 36/1931, svo og heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi 1. janúar 1999. Starfsreglur þessar
skal taka til endurskoðunar fyrir kirkjuþing að hausti 1999 og skal fjallað um þær að
nýju á kirkjuþingi 1999.
281