Gerðir kirkjuþings - 1998, Side 291
1998
30. KIRKJUÞING
32. mál
TILL AG A
til þingsályktunar um að Akureyrarkirkja verði ein
af höfuðkirkjum íslensku þjóðkirkjunnar.
Flm. og frsm. sr. Pétur Þórarinsson.
Kirkjuþing 1998 samþykkir að Akureyrarkirkja verði ein af höfuðkirkjum íslensku
þjóðkirkjunnar.
Akureyrarkirkja hefur á margan hátt mikla sérstöðu sem sóknarkirkja. í ljósi þeirra
raka sem lýst er í meðfylgjandi greinargerð, er lagt til að Akureyrarkirkja verði ein af
höfuðkirkjum íslensku þjóðkirkjunnar.
Greinargerð.
Akureyrarkirkja hefur á margan hátt mikla sérstöðu umfram aðrar sóknarkirkjur. Hún
er óneitanlega höfuðkirkjan í höfuðstað Norðurlands og gjaman notuð sem tákn fyrir
Akureyri eða jafnvel allt Norðurland. Ákveði kirkjuþing að veita Akureyrarkirkju
stöðu höfuðkirkju er Akureyrarbæ og Akureyringum mikill sómi sýndur. Slík
ákvörðun styrkir stöðu Akureyrar og er góð uppörvun frá kirkjuyfirvöldum til þessa
langstærsta byggðakjama utan Suðvesturhomsins. Enda er saga kirkjunnar og byggðar
á Akureyri samofin órjúfanlegum böndum, eða allt ffá miðri 19. öld.
Segja má að Akureyrarkirkja hafi þjónað á margan hátt, um langt árabil sem
höfuðkirkja, enda þótt hún njóti ekki viðurkenningar kirkjuyfirvalda sem slík.
Sérstaða hennar umfram aðrar sóknarkirkjur er fólgin m.a. í eftirfarandi:
1. Akureyrarkirkja er einn af helstu viðkomustöðum ferðamanna á Norðurlandi
eystra, eins og könnun ferðamálaráðs ffá því í fýrra sannar. Ferðamenn, sem í
kirkjuna koma, skipta þúsundum. Ekki hefur verið gerð nákvæm könnun á því
hversu margir ferðamenn koma í kirkjuna ár hvert. Um 12.000 skráðu sig í
gestabók kirkjunnar síðastliðið sumar og gefur það nokkra vísbendingu um fjölda
ferðamanna, enda þótt langt sé frá því að allir, sem í kirkjuna koma, riti nöfn sín í
bókina. Til þess að mæta þessum ágangi ferðafólks hefúr sóknamefnd
Akureyrarkirkju ráði tvo starfsmenn hvert sumar í hlutastörf. Auk þess sinna aðrir
starfsmenn kirkjunnar, kirkjuverðir, organisti og prestar, ferðafólki. Aðstaða fyrir
ferðamenn er þó léleg í kirkjunni og oft bíða þeir í hópum fyrir utan hana eða í
forkirkju á meðan athafnir fara ffam. Sóknamefhd hefur fullan hug á að bæta
aðstöðu fyrir ferðafólk, m.a. í samvinnu við yfirvöld ferðamála, sem telja þessa
þjónustu við ferðamenn vera eina af meginstoðum ferðamála á Akureyri og því
afar nauðsynlega.
2. Akureyrarkirkja gegnir mikilvægu menningarhlutverki fyrir Akureyri og
Norðurland.
Þar em til dæmis annað hvert ár haldnar kirkjulistavikur, sem vakið hafa athygli á
landsvísu.
Sumartónleikar á Norðurlandi hafa sínar aðalbækistöðvar í kirkjunni, en þar koma
saman listamenn af ýmsu þjóðemi. Kirkjan og safnaðarheimilið em eftirsóttir
staðir til ráðstefna, námskeiða, funda og tónleika, bæði af kirkjulegum aðilum,
félagasamtökum, skólum og stofnunum.
286